Á bak við mömmuna standa tvær mömmur sem samtals eiga sex börn. Þær eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur lífsstíl barna, verðandi foreldra og mæðra, andlegt heilbrigði og næringu barna og fullorðina, barnauppeldi og foreldrahlutverkinu sjálfu, ábyrgðarmesta hlutverki okkar í lífinu.

Hugmyndin að mamman.is fæddist árið 2014 meðan á þriðju meðgöngu stóð hjá Auði. Upplifði hún að mikla vöntun á efni og fræðslu sem tengdist þessum málefnum á íslensku. Það virtist vera til nóg af efni á öðrum tungumálum en lítið sem ekkert efni á íslensku. Hún gekk lengi með þessa hugmynd og lét síðan slag standa árið 2015 og sótti námskeiðið Brautargengi ætlað konum með viðskiptahugmynd á vegum Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í apríl árið 2016 opnaði mamman.isog hefur verið starfandi síðan þá með hléum.

Það var svo núna í apríl 2021 sem hún Harpa kom með sinn drifkraft og frumkvæði og ákveðið var að gefa mamman.is nýtt líf. Þriðja mamman, hún Helga, hannaði fallega vefinn okkar og fjórða mamman, hún Agga, hannaði nýja lógóið okkar. Það má því með sanni segja að það sé fullt af mömmum sem koma við sögu mamman.is á sinn hátt.

Markmið okkar er að vera með fræðslu, skemmti- og lífsstílstengt efni fyrir verðandi foreldra og þá sem þegar eiga börn eða koma að einhverjum hætti að uppeldi barna. Okkar mottó er að koma jákvæðu og uppbyggilegu efni áleiðis en við munum einnig fjalla um alvarlegri málefni en á hjálplegan og lausnamiðað hátt því við vitum að eigin raun að foreldrahlutverkið getur verið alls konar. Við bjóðum upp á afþreyingarefni jafnt sem fræðslu.

Við höfum mjög gaman að því að vinna með þeim aðillum sem koma að þjónustu við börn og uppalendur þeirra, hvort sem um ræðir einyrkja eða stór fyrirtæki. Við viljum vera í samstarfi við ykkur. Ef að þú telur þig á einhvern hátt eiga samleið með mamman.is viljum við endilega heyra frá þér. Þér er velkomið að senda okkur póst á mamman@mamman.is og við höfum samband við þig til baka.

Takk fyrir að lesa um okkur og við hlökkum til að heyra frá þér.

Kveðja,

Auður Eva & Harpa Hlín

Pin It on Pinterest

Share This