10 ástæður þess afar og ömmur eru mikilvægasta fólk í heimi!
- Eykur tilfinningagreind
Afar og ömmur vita hvernig á að fylla upp í það skarð þegar foreldrar eru einstæðir eða haldnir ofur-álagi. Rannsókn sem framkvæmd var í Bretlandi sýndi að börn sem vörðu miklum tíma með afa og ömmu voru í minni hættu á að hafa tilfinninga- og hegðunartengd vandkvæði og höfðu betri tilfinningagreind en þau börn sem ekki voru svo heppin að hafa afa og ömmu í lífi sínu. Ef þú vilt að börnin þín séu hamingjusöm og kunni á tilfinningar sínar, bjóddu afa í mat!
2. Nærir hamingjutilfinningar
Ömmur og afar hafa næstum yfirnáttúrulegan kraft til að láta barnabörnin brosa. Foreldrar, sérstaklega þeir sem eiga mjög ung börn, eru stundum „búnir með bensínið“ og þrá bara smá hvíld eða þögn í nokkrar mínútur. Ef afi og amma búa ekki nálægt getur verið mjög dýrmætt fyrir alla aðila að viðhalda sambandi. Afarnir og ömmurnar kunna að vera farin á eftirlaun og hafa meiri tíma, orku og þolinmæði að leika við krakkana, plús að foreldrarnir fá smá pásu. Allir vinna!
3. Eykur félagslega hæfni
Stuðningur ömmu og afa geta aukið félagshæfni barnabarnanna og bætt frammistöðu þeirra í skóla. Rannsókn er sneri að 10-14 ára börnum einstæðra foreldra sem og í sambúð sýndi að þetta var raunin. Stuðningur og samvera með ömmu og afa sýndi að barnið jók með sér hluttekningu með öðrum.
4. Dregur úr depurð
Máttur afa og ömmu er mikill, hann dregur jafnvel úr depurðartilfinningum. Náið samband milli afa, ömmu og barnabarnanna hefur verið tengt við gleði og talið geta dregið úr þunglyndiseinkennum samkvæmt rannsókn sem var gerð. Öfum og ömmum fannst í þessari rannsókn að þau gætu stutt barnabörnin, sérstaklega þegar þau skildi hvað börnin voru að ganga í gegnum.
5. Eykur skilning á fjölskyldunni
Ömmur og afar hafa oft mikinn áhuga á og njóta þess að deila fjölskyldusögum. Að kenna börnunum hvaðan þau koma ásamt sögum af sorgum og sigrum fjölskyldunnar hjálpa börnunum að skilja sögu fjölskyldunnar. Afar og ömmur kunna að hafa ættargripi, myndaalbúm, jafnvel uppskriftir og aðra fjársjóði til að deila og halda minningum á lofti sem hlýtur að teljast afar dýrmætt.
6. Ótal tækifæri til að knúsast
Það er ekkert eins og gott faðmlag frá afa eða ömmu. Knús framleiða oxýtósín fyrir báða aðila þegar þeir faðmast. Það þýðir að þegar amma knúsar barnið losa báðir heilar þeirra hormón sem eykur ást, tengingu og öryggi.
7. Annað sjónarhorn á foreldra
Afar og ömmur kunna líka sögur af foreldrunum sem börnin hafa áhuga á að heyra. Oft eru börn forvitin um æsku og uppeldisaðstæður foreldra sinna sem afar og ömmur kunna og fá þau þannig annað sjónarhorn á þau. Þau geta munað eftir fyndnum atriðum eða sniðugum sem foreldrarnir eru kannski búnir að gleyma. Þetta hjálpar til við tengingu innan fjölskyldunnar.
8. Býr til tækifæri á nýjum hæfileikum
Ömmur og afar voru uppi á allt öðrum tíma en börnin eins og gefur að skilja! Þau hafa kannski notað aðferðir við ýmislegt sem þekkist ekki í dag. Kannski kunna þau að sauma, elda, skera út í við eða prjóna sem foreldrarnir kunna ekki. Þetta býður upp á endalaus tækifæri.
9. Styrkir fjölskyldubönd
Að verja tíma með afa og ömmu styrkir fjölskyldubörnin. Þetta kennir barnabörnunum að þróa og viðhalda samböndum við fólk sem er á allt öðrum aldri en þau. Að viðhalda slíku sambandi er lærdómsríkt fyrir alla aðila.
10. Skilyrðislaus ást
Ömmur og afar geta boðið barnabörnunum sínum skilyrðislausa ást og það þýðir fullt af gjöfum og ánægjulegum stundum. Þar sem þau eru ekki í hlutverki foreldra hafa þau meiri tíma og orku að gefa, ásamt endalausri athygli, hjálplegum ráðum og tilfinningalegum stuðningi, en slíkt verður ekki metið til fjár.