Einfaldir hollustubitar fyrir sælkera

Mig langaði að deila með ykkur þessari uppskrift að hollustubitum, ég fór að hitta vinkonu um daginn og þá var þessi dásemd á boðstólnum. Ég fékk að sjálfsögðu uppskrift og nesti heim. Ykkur að segja var gotteríið jafnvel betra daginn eftir þegar það var búin að standa sólarhring inní ísskáp. Vinkona mín bar þessa uppskrift  fram í litlu eldfastmóti og bauð uppá þeyttan rjóma með. Þannig er hægt að bera hana fram bæði sem köku eða konfektmola sem er tilvalið að frysta og grípa í þegar hellist yfir mann nammilöngun.

Heilsukonfekt fyrir sælkera

  • 1 bolli sveskjur.
  • 1 bolli döðlur.
  • 1 bolli kókosflögur.
  • 1 poki valhnetur.
  • 1 vel þroskaður banani.
  • 100 gr. 70-85% lífrænt súkkulaði.
  1. Sveskjurnar og döðlurnar eru hitaðar í potti með smá vatni.
  2. Kókosflögurnar og valhneturnar eru létt “steiktar” á pönnu.
  3. Bananinn er stappaður og öllum hráefnunum er blandað saman í skál.
  4. Þar næst er blöndunni hellt í eldfastmót eða búnar til kúlur sem er raðað á ofnplötu.
  5. Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og hellt yfir blönduna, ef þú býrð til kúlur er gott að dýfa þeim í súkkulaðið.
  6. Kælt í ísskáp í ca 20 mínútur.

Njótið!

 

 

Pin It on Pinterest

Share This