Að læra að nota klósett: Leiðbeiningar fyrir stelpur og stráka
Það getur munað allt að ári á börnum að tileinka sér nýja aðferð, þannig ekki hafa áhyggjur ef þér finnst barnið seint að taka við sér. Einnig fer það eftir persónuleika barnsins og fleiru.
Lykilinn hér (eins og svo oft áður) er þolinmæði, en einnig er skynsamlegt að bíða þar til barnið er raunverulega tilbúið. Stelpur virðast vera örlítið fljótari að tileinka sér nýjar reglur varðandi þvaglát og hægðir, en fúsleikinn er mun tengdari persónuleika en öðru. Hér er tekið tillit til kynja þegar þú telur barnið vera tilbúið að hætta að nota bleyju.
Strákar:
Láttu strákinn afklæða sig – strákar þurfa að læra þegar þeir þurfa að fara á klósettið að toga bæði buxur og nærbuxur niður. Byrjaðu snemma og passaðu að litli maðurinn eigi stuttbuxur eða buxur með teygju svo auðvelt sé fyrir hann að toga þær niður þegar náttúran kallar.
Byrjaðu sitjandi. Láttu hann sitja bæði til að pissa og kúka til að byrja með. Í augnablikinu er nógu erfitt bara að fara á klósettið eða koppinn, hvað þá að ákveða hvort sitja eigi eða standa.
Þegar hann er orðinn góður í þessu getur hann staðið, „alveg eins og pabbi“ ef þið óskið þess.
Miðaðu í rétta átt. Hvort sem hann situr eða stendur, sýndu syni þínum hvernig á að miða (þú gætir tekið pabbann í upprifjunarnámskeið í leiðinni.) Hann þarf að miða typpinu ofan í klósettið til að vera öruggur um að pissið fari þangað sem það á að fara. Ef hann stendur þegar hann pissar geturðu æft hann með því að setja seríós ofan í eða afrifinn klósettpappír svo hann getir æft sig að miða.
Ef hann kýs að pissa standanadi þarf hann að opna setuna alveg svo hún detti ekki ofan á hann og loka þegar hann er búinn. Ekki gleyma að sturta niður!
Stelpur:
Þær pissa og kúka auðvitað sitjandi þannig það er aðeins auðveldara en með stráka.
Leitaðu eftir merkjum að dóttir þín sé tilbúin að læra á klósettið. Þær þurfa að læra, rétt eins og strákarnir að toga þarf bæði nærbuxur og buxur (eða pils) niður að ökklum til að ekkert þvælist fyrir. Hnappar og rennilásar kunna að þvælast fyrir.
Kenndu dóttur þinni að þurrka frá framan til aftan til að breiða ekki út bakteríur. Ef það er erfitt að læra má „dúmpa“ þurrt.
Settu lítinn stól fyrir framan klósettið eða eitthvað til að fæturnir hvíli á. Stelpur eru oft tilbúnar að nota klósettið þegar þær eru orðnar nógu háar að ná á klósettið sjálfar.
Hvernig eru strákar og stelpur ólík að þessu leyti?
Strákar eiga oft í aðeins meiri vandræðum með að læra þessa nýju tækni en stelpur. Oft er það mamman sem kennir þeim, ekki pabbinn, þannig það eru færri tækifæri að sýna þeim nákvæmlega hvernig þetta er gert. Plús það að strákar þurfa að læra bæði að sitja og standa.
Læra stelpur hraðar en strákar að nota klósett?
Umfangsmiklar rannsóknir hafa sýnt að strákar læra yfirleitt sex mánuðum seinna en stelpur að læra að nota klósett. Sérfræðingar telja að það hafi eitthvað með þá staðreynd að gera að þeir eru virkari í leikskóla á þessum aldri og þeir vilja ekki stoppa til að fara á klósettið. Þeir segja þó einnig að persónuleiki og fúsleikinn til að læra hafi mikið að segja, meira heldur en bara kynið.
Þó þetta taki tíma og þolinmæði mun barnið læra þetta að lokum. Já, það kann að vera að strákurinn þinn sé seinni en stelpan þín, en svo kannski ekki. Hvort sem er mun þetta alltaf ganga!
Heimild: Whattoexpect.com