Að sleppa tökunum á pirringi í foreldrahlutverkinu

Áður en ég varð mamma hafði mig dreymt um að vera ákveðin tegund af mömmu. Þetta var draumur sem snerist um fullkomin börn og var það ástæðan fyrir að ég vildi verða mamma bara strax.

Ég sagði að styrkur minn feldist í að vera róleg í öllum aðstæðum. Það var ekki oft sem ég þurfti að nota þolinmæðina en þegar það gerðist virtist hún vera óþrjótandi uppspretta.

Og þegar ég varð mamma í fyrsta sinn reyndist mér það auðvelt og náttúrulegt. Ég var að upplifa drauminn minn sem ég hafði átt. Móðurhlutverkið var alger barnaleikur.

Þannig þú getur ímyndað þér hversu hissa ég varð þegar fyrstu fjögur árin liðu og sonur minn var bara jafn mennskur og aðrir.

Það gerðist einhverntíma milli þess að ég brotnaði niður tvisvar sinnum í matarbúðinni.

Einhverntíma milli fimmta og fimmtándasta skiptið sem ég bað hann að fara í skóna.

Í um sjötta skiptið sem ég bað hann um að hætta að öskra á veitingastaðnum og fékk köldu augngoturnar frá þjónunum.

Í um ellefta skiptið sem ég bað hann um að hætta að hlaupa um húsið.

Eða í þessar fimm mínútur sem ég bað um frið til að klára verkefni en endaði í hálftíma af öskrum og látum.

Þarna einhversstaðar missti ég þolinmæðina.

Ég hafði ekki planað það, en áður en ég vissi af var ég breytt. Reiði og pirringur hafði tekið yfir mitt rólega yfirbragð.

Rödd mín tók breytingum og breyttist í rödd sem ég hefði ekki einu sinni viljað tala við.

Svona var ég orðin, í hrópandi mótsögn við mömmuna sem ég ætlaði að verða. Ég var þessi kona – þessi mamma sem ég sagðist aldrei ætla að verða. Það kraumuðu í mér vonbrigði og heift. Kvíði og sektarkennd voru að drekkja mér.

En sannleikurinn, minn sannleikur, fór að birtast mér.

Ég var þarna, orðin að einhverju sem ég vildi ekki vera, og áttaði mig á að ég var bara mennsk eftir allt. Mín eðlishvöt að verða pirruð tók yfir náttúrulegt ástand að vera alltaf róleg sama hvað.

Ég sagði sjálfri mér að ég væri ofurkona, þegar ég var í rauninni bara venjuleg kona að gera mitt besta í erfiðum aðstæðum.

Ég uppgötvaði að þolinmæði er ofurkraftur sem aldrei er talað um, því það er fólki eðlislægt að verða pirrað.

Ég áttaði mig á að þolinmæði er bara æfing og ég þarf að æfa mig aftur og aftur og aftur, sérstaklega þar sem náttúruleg viðbrögð eru ekki rólyndi.

Ég áttaði mig á að þolinmæðin væri ekki háð neinu öðru en mér sjálfri. Og, eins og dyggðirnar sem ég var að reyna að „mastera“ var ég sú sem þurfti að velja, að láta þær stjórna mér eða ég þeim.

Það gerðist þegar ég var að setja pásu milli viðbragða minna og svara.

Það var þegar ég spurði mig: „Hvað myndi kærleikurinn gera?“ og gera bara það.

Það var milli fimm og tíu djúpra andardrátta.

Það var þegar ég var að reyna tengjast en ekki reyna að leiðrétta.

Það var þegar ég ákvað að lækka röddina og hækka í boðskapnum sem ég var að reyna að koma til skila.

Það var þegar ég sá heiminn með augum fjögurra ára barns og setti mig í fótspor þess.

Það var milli fyrsta knússins og hins fimmta.

Það var þegar ég horfði í augun hans og fann dýrmætu sálina hans.

Það var þegar ég gat horft framhjá fyrri hegðun og séð bara hann.

Þarna.

Þarna fann ég friðinn. Þarna fann ég kraft minn sem móður.

Þýdd og endursögð frásögn blaðakonunnar Janet Whiley á BabyCenter.co.uk

 

 

Pin It on Pinterest

Share This