Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Áttu von á barni og átt þú gæludýr? Þá er þessi grein fyrir þig! Það er bráðum tími á að leyfa „loðbarninu“ að hitta nýja barnið, en eins og ætla má er þetta stór breyting fyrir gæludýrið. Það hefur átt þína athygli í langan tíma. Hvernig er hægt að hjálpa þeim að aðlagast og læra að elska nýju viðbótina og um leið viðhaldið öryggi barnsins?

Það er ýmislegt hægt að gera til að gera breytinguna auðveldari fyrir alla.

Undirbúðu gæludýrið með að sjá, heyra í og lykta af barni. Áður en barnið fæðist, spilaðu barnahljóð sem þú finnur á YouTube af og til og þú getur líka tekið dúkku sem lítur raunverulega út og þú ert að „hugsa um“ svo gæludýrið sjái. Það hljómar auðvitað furðulega, en þú getur þóst skipta á barninu, sett það í vögguna/rúmið og kerruna/vagninn.

Ef þú hefur ekki farið með hundinn þinn í hlýðniþjálfun er sniðugt að gera það snemma á meðgöngunni. Eitt af því mikilvægasta sem hundurinn þarf að læra er: Enginn hopp! Það getur verið að slefið og sleikir fari ekki í taugarnar á þér en að hoppa upp á getur slasað nýfætt barn.

Ef þú leyfir gæludýr á sófanum er sniðugt að setja nýja reglu og leyfa það ekki.

Finndu nýjan svefnstað/klósett tímanlega. Ef rúm gæludýrsins eða sandkassinn er á stað sem þú vilt ekki að það sé, skaltu færa það tímanlega svo það verði ekki fyrir þar sem barnið sefur eða mun leika sér. Gerðu það löngu áður en barnið kemur svo dýrið tengi það ekki við að barnið hafi „tekið stað þess.“

Gerðu alltaf ráð fyrir gæðastund.Það er augljóst að þú munt ekki hafa jafn mikinn tíma fyrir gæludýrið eftir að barnið kemur. Skipulagðu fram í tímann hvenær þú munt leika við það eða gefa því sérstaka athygli.

Búðu alltaf til tíma fyrir hreyfingu. Efþú telur að þú getir ekki gefið dýrinu tíma til að hreyfa það, biddu þá einhvern annan að gera það eða borgaðu einhverjum sem þú þekkir fyrir að fara t.d. með hundinn út.

Vertu vakandi fyrir viðvörunarmerkjum.Ef dýrið þitt á til að urra, sýna „dónaskap,“ leika gróflega eða dýrið hlustar ekki á skipanir, skaltu grípa inn í áður en slys kunna að eiga sér stað. Ef þú vinnur með vandann snemma og færð kannski hjálp frá þjálfara ættir þú að geta átt við vandann áður en barnið kemur.

Láttu dýrið og barnið hittast á varfærinn hátt.Best væri að fagna dýrinu fyrst þegar þú kemur inn eftir að hafa átt barnið og láta fjölskyldumeðlim halda á barninu, ef það er hægt. Svo getur þú látið dýrið eða dýrin „hitta“ barnið, eitt í einu ef þau eru fleiri en eitt. Ef þú sérð einhvern vanda í uppsiglingu, aðskildu þau með því að taka barnið út úr herberginu. Ekki refsa dýrinu en ef þú sérð einhverja árásarkennd skaltu hafa samband við fagmann. Ekki láta stressað dýr hitta barnið. Ef dýrið sýnir streitumerki, s.s. öran andardrátt, það reikar um herbergið, ýlfrar eða ýfir kambinn eða sýnir tennur skaltu ekki láta barnið vera í sama herbergi og dýrið. Lærðu á merki dýrsins og haltu alltaf öruggri fjarlægð ef þú sérð þessi merki.

Gefðu dýrinu svæði sem barnið er ekki á.Eins mikið og dýrið og barnið kunna að læra að elska hvort annað, þurfa dýrin sitt sérstaka svæði.

ALDREI láta smábarn vera eitt með dýrinu.Alveg sama hversu yndislegt og vel upp alið dýrið er, má aldrei gleyma því að dýr er dýr. Þau geta verið óútreiknanleg og geta slasað eða jafnvel valdið andláti nýbura eða barna. Sú áhætta er ekki þess virði.

Ef þú undirbýrð þig vel ætti þetta ekki að verða vandamál!

 

Heimild: WebMd

Pin It on Pinterest

Share This