Að vera mamma jafngildir því að vera í 2,5 starfi
Samkvæmt Welch‘s fer meðalmamman á fætur klukkan 06:23 og hættir ekki fyrr en 20:31 (fyrir sumar okkar hljómar það bara eins og léttur dagur).
Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á hversu krefjandi móðurhlutverkið er og þau endalausu verkefni sem hún þarf að leysa af hendi.
Samkvæmt rannsókninni telst sú móðir heppin sem fær klukkutíma og sjö mínútur fyrir sig sjálfa á hverjum degi. Fjórar af hverjum 10 mömmum sögðu að þeim finnist líf sitt vera eins og verkefnavinna sem aldrei tekur enda, allar vikur.
Þrátt fyrir kröfurnar sögðu þessar sömu mömmur að þær hafi ýmislegt til að léttas sér lífið. Þær töldu upp blautklúta, iPada, barnaefni í sjónvarpinu, kaffi, lúgusjoppur, Netflix og hjálp frá öfum og ömmum og barnfóstrum.
Sýnir þetta glögglega að mæður hafa mikið að gera og kröfurnar að fæða og klæða fjölskyldumeðlimi mánuðina á enda.
72% mæðra segist eiga í vandræðum með að gefa börnum sínum holla rétti og snarl. Það sýnir einnig að finna mat sem er góður fyrir fjölskylduna án þess að auka á vinnuálagið er það sem flestir foreldrar tengja við – þannig við þurfum að vera góðar við okkur og ekki berja okkur niður fyrir að fara í stundum í lúgusjoppuna.
Það kann að vera dálítið niðurdrepandi að hugsa til þess að meðalmóðir vinnur 14 tíma á dag – en fyrir margar mæður er foreldrahlutverkið þess virði.
Mæður sem lesa þetta eru ekkert hissa. Það sem er samt dýrmætt að vita er eitthvað sem samfélagið gæti hagnast á – mæður þurfa stuðning, hvort sem það er í skólanum, á vinnustaðnum, heimilinu eða samfélaginu öllu.