Ættirðu að halda sameiginlega veislu fyrir barnið með fyrrverandi?

Ef ósk barnsins er að halda sameiginlega afmælisveislu en foreldrarnir hafa slitið samvistum og kemur ekki saman – hvað er þá til ráða?Foreldrar sem hafa skilið getur annaðhvort: A) Komið vel saman, eða B) Ekki komið vel saman. Þetta vita flestir þeir sem hafa skilið.Sum börn halda í þá hugmynd að allir geti verið vinir, en hvað er til ráða ef slík staða kemur upp?

Þetta er klassísk foreldraklemma, þarfir og óskir barnsins eru þvert á það sem þeir fullorðnir vilja. Auðvitað er skiljanlegt að barnið vilji hafa sína nánustu í kringum sig til að halda upp á stóra daginn, hvort sem um afmælis- eða fermingarveislu eða álíka er að ræða.

Stundum er undirliggjandi ósk barnsins að allir komi saman og hafi gaman, undir sama þaki og bara helst alltaf! Raunin er hinsvegar sú í foreldraheimi að hinir fullorðnu hafa haldið áfram með líf sitt og eru oftast sáttir að vera án hins aðilans. Þetta getur verið bæði flókið og alvarlegt og er mjög einstaklingsbundið.

Sumir sérfræðingar segja að þarfir og óskir barnsins ættu að vega meira en hinna fullorðnu, en í svona tilfelli er kannski „ekkert rétt svar.“ Það eru mismunandi leiðir að taka þessa ákvörðun þannig best er að hugsa málið alveg í gegn. Þú þekkir þitt barn og fjölskyldumeðlimina best, þannig best er kannski að hugsa málið til enda.

Kostur a) Halda sameiginlega veislu

Til að reyna að fá sem besta útkomu þarf að „ofhugsa“ dálítið (oftast er það ekki gott fyrir geðheilsu fullorðinna, en þetta snýst um eitt skipti!)

Þú gætir þurft að upphugsa einhvern ramma og jafnvel reglur (ekki tala um pólitík eða bannað er að rifja upp leiðindaatvik fyrir 10 árum sem allir fara að rífast um). Slíkt myndi algerlega eyðileggja daginn og það þarfnast mikillar íhugunar af þinni hálfu hvaða reglur þyrfti að setja til að allir hegðuðu sér sem best. Þannig þarf að komast að samkomulagi við gestina og þeir þurfa að vera sammála og það verður að vera hægt að treysta hinum aðilanum/aðilunum. Eins og áður sagði – þú verður að vega og meta hvort þetta sé möguleiki.

Þar að auki gætirðu skipulagt viðburðinn þannig að lítil hætta sé á árekstrum (að koma með skemmtiatriði, leik eða eitthvað álíka) svo allir geti bara fylgst með og þurfi ekki að lenda á „tjatti.“

Hafðu tímatakmörk („afmælið mun standa yfir frá 15-17). Þá er minni hætta á að fólk fari að dvelja lengur og barnaafmæli ættu svosem ekki að vera mikið lengur en tveir tímar.

Svo er líka gott að undirbúa barnið og útskýra á því máli sem það skilur að stundum séu samskipti fullorðinna erfið eða á einhvern hátt og þeim finnist kannski ekki skemmtilegast í heimi að vera í kringum hvort annað. Þú þarft ekki að fara út í smáatriði, bara koma því til skila á snyrtilegan hátt. Það sem máli skipti að þau elski barnið öll og ef einhver fari í fýlu sé það ekki barnsins vegna.

Kostur b) Ekki halda sameiginlega veislu

Þetta er síðan seinni kosturinn. Aftur – þar sem þú þekkir fjölskylduna best veistu hvað gæti gerst og gæti það endað á að eyðileggja afmælisveislu barnsins. Sem er sennilega verra en að þurfa að útskýra fyrir barninu af hverju það fær ekki veisluna sem það óskar.

Það getur verið að þú treystir þér ekki í slíka samkomu og streitan sem samskiptin kunna að valda eyðileggi fyrir þér getuna til að halda öllu saman og á góðu nótunum. Sem gerir það svo að verkum að þú getur ekki verið til staðar fyrir barnið, sem er það mikilvægasta. Þrátt fyrir að þetta sé veisla barnsins, en ekki þín veisla, þarftu að vera til staðar og halda góða skapinu. Það er líka erfitt að halda afmæli, jafnvel undir bestu kringumstæðunum.

Barnið kann að vera of ungt til að skilja slíkan samskiptavanda en sé barnið líka viðkvæmt getur samkoma sem þessi líka haft neikvæð áhrif á það.

Stundum – með því að gefa ekki eftir ósk barnsins gerir þetta bærilegra, bæði fyrir barnið og þig.

Þú getur sagt: „Nei, það mun ekki virka að halda afmælið með mömmu þinni/pabba þínum,“ en best er auðvitað að útskýra á því máli sem barnið skilur að fólk sé hamingjusamara án samskipta við hvert annað.

Þannig geturðu vonandi komið í veg fyrir suð, árekstra eða bræðisköst.

Enginn sér fyrir hvernig viðburðurinn myndi fara, en best er að gera hið besta úr hvorri ákvörðuninni sem þú tekur. Minntu sjálfa/n þig á að þú ert að hugsa um það besta fyrir barnið (eins og 90% af uppeldi snýst um!). Mundu að hugsa um báðar hliðar og barnið fær veislu og þú færð að fagna tilveru þess.

 

Pin It on Pinterest

Share This