Ættirðu að stöðva barnið þitt í að sjúga þumalinn?
Sérfræðingar hjá Babycenter segja við þeirri spurningu hvort foreldrar eigi að skipta sér af því að barnið þeirra sjúgi þumalinn: „Nei, þú þarft ekki að stöðva barnið í að sjúga þumalinn meðan barnið er barn. Þau sjúga þumalinn til að hugga sig sjálf, sem er gott, því þannig læra þau að treysta á eigin bjargráð.
Hæfileikinn til að hafa stjórn á eigin hegðun og tilfinningum er mikið þroskamerki. Þegar barnið þitt er að sjúga þumalinn er það að finna leið til að láta sér sjálfu líða betur, án þinnar hjálpar.
Almennt séð er að sjúga þumalinn frekar að fara í taugarnar á foreldrum frekar en það skaði börnin. Barnið hættir þegar það er tilbúið og hefur fundið aðrar leiðir til að ná sér sjálft niður.
Hinsvegar, ef barnið er enn að sjúga hann mikið um þriggja eða fjögurra ára aldur, gætir þú viljað fara með það til tannlæknis til að finna leiðir til að láta það stoppa, svo tennur og kjálki aflagist ekki.”
Heimild:Babycenter.com