Af hverju hef ég ekki áhuga á kynlífi?

Hvað kemur í veg fyrir að ég stundi kynlíf, hafi heilbrigða kynhvöt? Margir gera fullt af hlutum vel þegar þeir eru undir álagi. Að finnast maður kynþokkafullur er ekki eitt af því. Streita heima, í vinnunni eða í samböndum kemur fyrir hjá öllum. Að læra að höndla streitu á heilbrigðan hátt hjálpar mikið til. Þú getur gert það sjálf(ur) eða ráðgjafi eða læknir getur hjálpað.

Vandræði varðandi maka/elskhuga

Ef einhver vandræði eru í sambandinu getur það virkilega drepið niður kynhvötina. Fyrir konur er nánd oft undanfari þrár. Fyrir bæði kynin eru slæm samskipti, rifrildi, særindi eða skortur á trausti ástæða þess að kynlíf er þeim ekki efst í huga. Ef erfitt er að snúa við blaðinu er hægt að fara til pararáðgjafa.

Áfengi

Einn drykkur getur verið ánægjulegur áður en kynlíf er stundað. Of mikið áfengi getur hinsvegar drepið niður kynhvöt. Að vera of drukkin/n er heldur ekki mjög sexý fyrir þann sem þú ætlar að stunda kynlíf með. Ef þú getur ekki hætt að drekka eða minna er kannski ágætt að tala við ráðgjafa.

Svefnleysi

Ef kynlíf er þér alls ekki ofarlega í huga, ertu kannski ekki að fá nægan svefn. Ferðu í rúmið of snemma eða vaknar of snemma? Áttu við einhver svefnvandamál að stríða, s.s. kæfisvefn, erfitt að sofna eða haldast sofandi? Allt sem truflar góðan nætursvefn getur haft áhrif á kynhvötina. Þreyta drepur niður kynhvötina. Hægt er að vinna í svefnmynstrinu sínu en gott er einnig að fá aðstoð fagaðila.

Að eiga börn

Kynhvötin hverfur ekki um leið og þú verður foreldri. Samt sem áður taka börnin mikinn tíma, og sérstaklega ef þau sofa í herberginu eða koma uppí á nóttunni. Passið að fá frí, fáðu barnfóstru eða leyfðu krökkunum að gista. Nýtt barn? Prófið kynlíf þegar barnið sefur.

Lyf

Sum lyf drepa niður kynhvötina. Til að mynda:

  • Þunglyndislyf
  • Blóðþrýstingslyf
  • Sumar getnaðarvarnarpillur (sumar rannsóknir segja að svo sé, sumar ekki)
  • Geislameðferð
  • Fínasteríð

Að skipta um lyf eða lyfjaskammta getur hjálpað. Spyrðu lækninn og aldrei hætta að taka lyf upp á eigin spýtur. Segðu lækninum einnig frá vandanum ef þú ert að byrja á nýju lyfi.

Slæm líkamsímynd

Flestum finnst þeir kynþokkafyllri þegar þeim líkar við sig sjálfa og hvernig þeir líta út. Best er að vinna í sjálfsást, sættast við líkamann eins og hann er í dag, jafnvel þó þú sért að vinna í að komast í form. Að líða vel með sig sjálfa(n) getur sett þig í stuð!

Offita/ofþyngd

Mörgum sem eru of þungir finnst kynhvötin stundum lág. Það getur verið að þeir njóti ekki kynlífs, geti ekki gert sem þeir vilja eða hafi of lágt sjálfsmat. Að vinna með hvernig þér líður með þig sjálfa(n), með fagaðila ef þarf, getur gert kraftaverk.

Þunglyndi

Að vera þunglyndur útilokar ýmislegt, einnig kynlíf hjá mörgun. Það er ein af mörgum ástæðum þess að leita þarf hjálpar. Ef meðferðin inniheldur lyfjagjöf, segðu lækninum þínum frá því, því sum (en ekki öll) þunglyndislyf minnka kynhvötina.

Breytingaskeiðið

Fyrir margar konur minnkar kynhvötin á breytingaskeiðinu. Þetta gerist oft vegna þurrks í leggöngum og sársauka í kynlífi. Hver kona er einstök, þannig auðvitað er mögulegt að lifa stórkostlegu kynlífi eftir breytingaskeiðið með því að rækta sambandið, sjálfsálitið og heilsuna yfir höfuð.

Skortur á nánd

Kynlíf án tilfinninga getur deyft löngunina. Nánd er miklu meira en bara kynlíf. Ef kynlífið ykkar er ekki á góðum stað, reynið að eyða meiri tíma saman sem ekki snýst um kynlíf, bara þið tvö. Talið, kúrið, nuddið hvort annað. sýnið ást án þess að stunda kynlíf. Að verða nánari getur endurbyggt kynlífið.

 

Heimild: WebMd

Pin It on Pinterest

Share This