Aldur þinn og frjósemi: Er erfiðara að verða ólétt eftir þrítugt?
Ef þú hefur tekið þá spennandi ákvörðun að eignast barn ertu eflaust að hugsa um hversu lengi það getur tekið að verða ólétt.
Margar konur reyna oft að finna „rétta tímann“ til að eignast börn. Svo verða þær þrítugar og eldri og velta þá fyrir sér hversu frjósamar þær eru.
Þú veist að konur eru frjósamastar á þrítugsaldri þannig hver er staða þín í dag?
Í dag kjósa konur oft að eignast börn á fertugsaldri fremur en fyrr og á síðustu áratugum hafa þær tölur einungis farið hækkandi.
Hefur aldur áhrif á frjósemi?
Í stuttu máli sagt: „Já.“
Frá þrítugu fer frjósemin minnkandi og enn hraðar niður á við frá 35 ára aldri. Því eldri sem konur verða, því minni líkur á getnaði og því meiri líkur á ófrjósemi.
Flestar konur geta átt börn á eðlilegan hátt og fæða heilbrigð börn ef þær verða óléttar 35 ára. Eftir 35 ára aldurinn fer hluti þeirra kvenna sem upplifa ófrjósemi, fósturlát eða vandkvæði vegna barns hækkandi. Eftir fertugt hafa aðeins tvær af hverjum fimm sem óska sér að eignast barn möguleika á því.
Meðalaldur þeirra kvenna sem fara í tæknifrjóvgun fer hækkandi. Þetta endurspeglar aukningu á ófrjósemi vegna aldurs. Vel heppnaðar tæknifrjóvganir meðal kvenna yfir fertugt eru sjaldgæfar og hafa þær tölur ekki farið hækkandi á síðastliðnum áratug.
Frá líffræðilegu sjónarmiði er best að reyna að eignast börn áður en þú ert 35 ára.
Karlmenn eru frjósamari mun lengur en konur. Þó frjósemi þeirra fari einnig dalandi með aldri gerist það mun hægar og yfir langt tímabil.
Á meðan margir menn eru frjósamir enn á sextugsaldri er hluti þeirra er glímir við galla er tengjast sæði þeirra aukandi. Heilsa þeirra barna sem getin eru af eldri föður er slakari.
Það er annað sem þú þarft að taka til athugunar ætlir þú að eignast barn eldri en 35 ára. Það eru meiri líkur á fjölburafæðingum. Í raun, því eldri sem þú ert, því líklegri ertu að eignast tvíeggja tvíbura. Talið er að líkaminn þurfi að framleiða meira af hormónum sem hjálpa til við egglos eftir því sem konur eldast. Hormónið er kallast FSH (e. follicle stimulating hormone) og framleiðir líkaminn meira af því, því það eru færri lífvænleg egg í eggjastokkunum þínum.
Þessi offramleiðsla FSH getur valdið því að meira en eitt egg frjóvgast, þ.a.l. fleiri en eitt barn!
Þú gætir orðið himinlifandi að fá fregnir af möguleikanum á tvíburum. Að eignast draumafjölskylduna á einu bretti gæti hljómað frábærlega, en samt ber að hafa í huga að eignast tvíbura krefst meiri tíma, tilfinninga og líka fjárhagslega en eitt barn. Einnig gætir þú þurft meiri umönnun á slíkri meðgöngu.
Mun það taka lengri tíma að verða ólétt eftir því sem ég eldist?
Líkurnar á að verða ólétt strax fara eftir aldri. Konur eru frjósamastar á aldrinum 20-24 ára. Það mun mjög líklega taka lengri tíma eftir að þú ert á seinni hluta fertugsaldurs eða á fimmtugsaldri. Einnig eru líkur á vandamálum því tengdu.
Flest pör (um 85%) verða með barni innan árs ef þau hætta að nota getnaðarvarnir og stunda reglulegt kynlíf. Það þýðir kynlíf á tveggja til þriggja daga fresti allan tíðahringinn. Þetta gefur mestar líkur á getnaði.
Helmingur þeirra kvenna sem ekki verða vanfærar á fyrsta ári munu verða það næsta árið á eftir. Eitt prósent kvenna verður svo ólétt reyni þær í ár í viðbót eftir það. Þannig það borgar sig að halda áfram að reyna. Það þýðir að um þrjú prósent para mun ekki verða með barni innan þriggja ára.
Tölurnar fyrir konur sem eru 35 ára eru svipaðar – 94% verða þungaðar innan þriggja ára. 38 ára konur: 77% verða þungaðar innan þriggja ára.
Ef þú ert eldri en 35 ára og ert farin að lengja eftir þessu jákvæða þungunarprófi, er best að leita ráðgjafar fyrr en seinna. Ef þú hefur reynt í u.þ.b. hálft ár skaltu hitta lækninn þinn.
Hví dvínar frjósemi kvenna svo hratt?
Tvær meginástæður þess eru vandkvæði við egglos og stíflaðir eggjaleiðarar sem kemur til oft vegna sýkingar.
Egglosvandi eykst með aldrinum því fá góð egg eru eftir sem þýðir að erfiðara er að verða þunguð. Eggjafjöldi minnkar með aldrinum. Þú getur keypt próf til að sjá hvar þú stendur, en athugaðu að prófið sýnir fjölda eggja, ekki gæði þeirra.
Um eitt prósent kvenna fer í gegnum breytingaskeið fyrr en vanalega og hætta að framleiða egg fyrir fertugt. Blæðingar kunna að verða óreglulegar. Þegar þú nálgast breytingaskeiðið fara blæðingar að verða færri og lengra á milli þeirra, sem þýðir að egglos verður líka óreglulegt. Stíflur í eggjaleiðurum geta verið orsök sýkinga á lífsleiðinni eða annarra heilsufarsvandamála.
Þannig að – á hvaða aldri sem þú ert, ef þú ert að reyna að eignast barn þarftu að hugsa vel um þig. Það þýðir að bæði líkamleg og kynferðisleg heilsa þarf að vera í forgangi.
Eftir því sem konur eldast er líklegra að þær hafi gengið með óuppgötvaðan sjúkdóm, s.s. klamidíu. Þetta getur komið í veg fyrir frjósemi eða aukið líkur á utanlegsfóstri.
Endómetríósa eða legslímuflakk getur orsakað þykkari eggjaleiðara, og getur það haft áhrif, sérstaklega þar sem það eykst með aldri.
Hnútar í legi eru algengari hjá konum eldri en þrítugt og geta valdið vandkvæðum við getnað.
Einnig þarf að hafa í huga að sértu að glíma við ofþyngd getur það valdið vandkvæðum.
Best er svo að hafa í huga að verður þú ekki þunguð um leið, reyndu að slaka á og halda áfram að reyna. Læknir mun segja þér að hafa óvarðar, reglulegar samfarir í ár áður en ástæða er til að hafa áhyggjur. Samt muntu ef til vill vilja hafa samband fyrr hafir þú glímt við eitt af eftirfarandi:
- Óreglulegar blæðingar
- Kynsjúkdóma
- PCOS (fjölblöðrueggjastokkaheilkenni)
- Maki þinn hefur þekkt frjósemisvandamál
Ef þið hafið reynt í marga mánuði og kynlífið er farið að verða þreytt, hvers vegna ekki að fara í rómantíska ferð saman?
Heimild: BabyCenter