Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Ef erfiðlega gengur að venja barn af bleyju eða að hætta að nota koppinn, mundu bara að flestar fjölskyldur ganga í gegnum erfiðleika á þessu skeiði. Hér eru nokkur algeng vandamál ásamt tillögum til að takast á við þau.

Barnið mitt vill ekki nota klósett

Það kann að hljóma furðulega en sum börn neita að nota klósett því þau eru hrædd við það. Ímyndaðu þér klósett frá sjónarhorni barnsins: Það er stórt, hart og kalt. Það býr til hávaða og hlutir sem fara ofan í það hverfa og sjá aldrei aftur dagsins ljós. Frá þeirra sjónarhorni er klósettið eitthvað sem ætti bara að forðast!  Prófaðu að nota litla klósettsetu sem sérhönnuð er fyrir börn og má fá í barnavöruverslunum til að láta barnið líða vel. Byrjaðu á því að tilkynna því að þetta sé seta sem það á alveg sjálft. Þú getur skrifað nafn barnsins á hana og leyft því jafnvel að skreyta það með límmiðum eða eitthvað álíka. Leyfðu barninu að sitja á setunni í öllum fötunum, leyfðu bangsa að „prófa hana“ og drösla henni þessvegna um húsið ef það langar til! Til að leyfa barninu að sjá hvað verður um kúkinn má taka hann úr bleyjunni eða koppnum og setja í klósettið og sturta niður. Fullvissaðu barnið um að þetta eigi að gerast, þó það komi læti og allt. Kannski gæti líka verið að þetta sé leið barnsins til að segja þér að það vilji vera lengur á bleyju eða nota koppinn. Að ýta þessu ferli áfram getur virkað þveröfugt. Ef barnið er raunverulega áhugalaust skaltu taka hlé á þjálfuninni og fylgjast með þegar það fer sjálft að sýna áhuga. Ef barnið fer að sýna áhuga en vill það samt ekki, getur verið eitthvað annað að trufla. Stórar breytingar í lífi barnsins, s.s. að skipta um deild í leikskólanum, að eignast systkini eða flutningar geta gert barni erfitt fyrir að byrja á einhverju nýju og einbeita sér. Bíddu þar til rútína er komin á áður en þið hefjið þjálfun að nýju. 

Þegar ég sting upp á klósettinu segir barnið mitt „nei“ eða reiðist

Barnið þitt kann að neita að læra að nota klósett af sömu ástæðu og það vill ekki fara í bað eða í rúmið. Það er öflugt að segja „nei.“ Til að minnka þennan vanda skaltu taka skref aftur á bak og láta barnið halda að það sé við stjórnvölinn. 

Þetta mun hjálpa: Passaðu þig að minnast ekki alltaf á klósettþjálfunina. Þrátt fyrir að erfitt sé að grípa í taumana þegar þú telur slys vera í þann mund að gerast, er erfitt fyrir barnið að láta hamra á því. Því finnst því vera stjórnað og það finnur fyrir þvingun. Í stað þess að endurtaka í sífellu: „Þarftu ekki að fara á klósettið?“ settu bara kopp í miðju herbergisins og eins oft og hægt er skaltu leyfa barninu að hlaupa um bleyjulausu. Fyrirvaralaust kann það að nota koppinn án þinna afskipta. Ekki standa yfir barninu á meðan. Þvinguð stund getur leitt til uppreisnar af hálfu barnsins. („Bíðum aðeins lengur, kannski kemur eitthvað.“) Ef barnið sest niður í smástund og hoppar svo upp til að leika sér, leyfðu því það. Kannski gerist slys, en það er jafn líklegt að það rati í koppinn. Vertu róleg/ur vegna slysa. Það er ekkert einfalt að sýna yfirvegun þegar stórt slys á sér stað en að taka reiðiskast mun ekki hjálpa barninu neitt, frekar að það kvíði því að sjá viðbrögðin þín. Vertu hughreystandi þegar barnið gerir í buxurnar og passaðu að þú haldir ró þinni með því að færa til uppáhaldsteppið þitt eða breiða út lag af handklæðum. Sama hversu pirruð/pirraður þú verður – ekki refsa barninu fyrir slys. Það er ekki sanngjarnt og leiðir bara til vandræða síðar meir. 

Verðlaunaðu góða hegðun

Þegar barnið þitt reynir skaltu hrósa því. Fagnaðu með því þegar eitthvað kemur í koppinn og gerðu mikið úr þeim degi þegar barnið nær að halda sér þurrt í heilan dag. (Ekki fagna samt í hvert skipti því barninu líður kannski illa með að verða miðpunktur athyglinnar oft á dag!) Ekki bíða eftir klósettferð til að hrósa samt. Segðu barninu af og til hvað það sé frábært að bleyjan eða nærbuxurnar séu þurrar, þannig hvetur þú barnið áfram. 

Barnið mitt getur ekki kúkað í koppinn eða klósettið

Það er algengt að börn pissi í kopp eða klósett en vilji ekki kúka. Barnið kann að hræðast að búa til vesen, kannski lenti það í slysi í leikskólanum og fólk brást illa við eða kannski varð það vitni að slíkum atburði. Að hjálpa barninu að fara á klósettið og hrósa því svo mjög getur hjálpað því að komast yfir hræðsluna. Ef barnið þitt kúkar frekar reglulega, punktaðu niður hvenær – eftir blund, 20 mínútum eftir hádegismat, svo dæmi séu tekin – og vertu viss um að það sé nálægt koppi eða klósetti þá. Ef barnið er annarsstaðar, t.d. í leikskóla, fáðu starfsfólkið í lið með þér. Samt sem áður, ef barnið er of kvíðið þessari breytingu skaltu fara milliveginn: Stingdu upp á að barnið biðji um bleyju þegar það þarf að kúka, eða heldur að það þurfi bráðum. Minnkaðu kvíðann með því að tala um líkamsstarfsemina, til að vera viss um að það skilji að þetta sé eðlilegt ferli hjá öllu fólki í heiminum. 

Barnið mitt er með hægðatregðu

Ef barn er haldið hægðatregðu kann að vera að það neiti að nota klósettið. Það er líklegt að sársaukinn sem kemur þegar hægðirnar eru harðar auki kvíðann við að nota kopp eða klósett. Þetta býr til vítahring: Barnið heldur í sér, sem gerir hægðatregðuna verri og það veldur sársauka þegar hægðirnar koma niður, sem aftur býr til hræðslu við klósettið. Trefjaríkur matur, s.s. trefjaríkt brauð, brokkolí og morgunkorn geta hjálpað til. Trefjamagnið helst í hendur við ráðlagðan dagskammti hitaeininga. Þumalputtareglan er 14 grömm af trefjum fyrir hverjar 1000 hitaeiningar. 19 grömm af trefjum á dag fyrir börn á aldrinum eins til þriggja, 25 grömm fyrir börn á aldrinum fjögurra til átta. Best er líka að barnið innbyrði trefjar allan daginn, ekki allar í einu. Þurrkaðir ávextir innihalda mikið af trefjum, minnkaðu skammta af hvítu hveiti, hrísgrjónum og bönunum. Passaðu einnig að barnið drekki nægilegan vökva. Sveskjusafi og vatn gera kraftaverk. Líkamleg hreyfing kemur einnig hreyfingu á þarmahreyfingar. Mundu líka að mjólkurvörur auka á hægðatregðu. Ef ekkert hjálpar, fáðu ráð í apóteki. 

Barnið mitt vill ekki nota klósettið í leikskólanum eða skólanum

Athugaðu hvernig farið er að því í skólanum eða leikskólanum. Sumt kann að rugla barnið, t.d. ef kennarinn fer með marga í einu, en barnið vill vera eitt. Ef þetta er raunin skaltu fá breytingu í gegn. Kannski má það fara eitt eða með besta vini sínum. Kannski er það klósettið sjálft. Ef barnið á erfitt með breytingu frá setu heima fyrir til venjulegs klósetts skaltu láta setu fylgja barninu. Barnið mitt var vant að nota klósett en nú gerast slys aftur. Margt getur sett barn úr jafnvægi. Að fara úr rimlarúmi í venjulegt rúm, að hefja sundnám eða eignast nýtt systkini getur verið barni erfitt og það vill bara sitt eðlilega líf aftur. Ef barnið hefur nýlega lært að nota klósett er það eðlilega bleyjan. Passaðu þig að láta barnið ekki fá sektarkennd eða skömm vegna þess. Þú vilt ekki ýta á barnið í þessum aðstæðum. Á sama tíma skaltu finna leiðir til að láta barninu það vera „stórt“ og styrktu alla hegðun sem er þroskandi. Veldu rétta tímapunktinn til að ræða þetta, láttu barnið vita að þú teljir það nógu gamalt til að vera við stjórnvölinn þegar kemur að klósettinu og ekki tala svo um það aftur í einhvern tíma. Þegar barnið fer aftur að læra notaðu verðlaunakerfi til að hvetja það áfram. Stjarna á dagatalið í hvert skipti sem barnið notar klósett eða verðlaunaðu þurra daga með auka sögu um kvöldið, sund eftir mat eða annað sem barninu finnst skemmtilegt. Ekki nota sælgæti samt! Það er ekki sniðugt að barnið læri að verðlaun séu í sykurformi. Ef barnið þitt biður hreinlega um að fara aftur að nota bleyju, ekki búa til mál úr því. Setti bleyjuna á aftur í einhverjar vikur, þar til það sýnir klósettinu áhuga á ný. 

Heimild: BabyCenter.com

 

Pin It on Pinterest

Share This