„Barnið mitt notar snuð og ég skammast mín ekki neitt”

„Þegar dóttir mín Robyn var mánaðargömul talaði ég við ljósmóður mína um hversu lítinn svefn ég fékk á nóttu hverri,“ segir Helen Goddard í pistli á Babycentre.com.
„Robyn var eingöngu á brjósti og ég gaf henni hvenær sem var allan sólarhringinn. Ég var einnig að hugsa um tveggja ára son minn Denis á daginn og alla nóttina var Robyn að vakna á um tveggja tíma fresti og var stundum vakandi í tvo og hálfan tíma og vildi drekka aftur og aftur.
Ég var í raun örmagna og var mjög áhyggjufull um hvernig ég ætlaði að komast í gegnum þetta.
Ég sagði þetta við ljósmóðurina mjög óformlega )svo hún héldi ekki að ég væri ekki að höndla þetta!) að Robyn væri að vakna á tveggja tíma fresti og ég væri að hugsa um að gefa henni snuddu til að róa hana, þar sem hún virtist þurfa á því að halda. Hún sagði, mitt í stofunni minni meðan hún skrifaði niður athugasemdir, að brjóstið væri það besta sem ég gæti boðið henni. Að ég ætti að bjóða Robyn brjóstið hvenær sem hún vildi, hvenær sem er sólarhringsins. Ókei, hugsaði ég en sagði henni svo að ég væri stundum vakandi tvisvar á nóttu og tvo tíma í einu, ég væri kannski að fá fjögurra tíma svefn alla nóttina.

Og hvað sagði ljósan þá?

„Gleymdu öllu sem ég sagði, það er bara fáránlegt. Þú getur ekki haldið svona áfram – þú brotnar bara. Gefðu henni snuð.“

Ég elskaði hana fyrir að segja þetta. Ég gaf Robyn ekki snuddu strax, en það leið ekki á löngu.
Ég fann að fólk lyfti brúnum og sumir spurðu hissa: „Nú, þú gefur henni snuddu?“ sem fyrst lét mér líða ömurlega og mér fannst ég þurfa að afsaka mig, réttlæta það.
En ekki lengur!
Veistu hvað dóttir mín og sonur þarfnast? Mömmu sem er fær um að taka þátt í lífinu, koma þeim í rúmið þegar þau eru þreytt, fá svefn sjálf og sjá um þau allan daginn þó það gangi ýmislegt á.
Snuðið hjálpar. Virkilega hjálpar. Stundum þarf Robyn huggun og ég get ekki gefið hana, annaðhvort því ég er búin á því eða þarf að hjálpa Denis á daginn. Hann notaði snuð líka, frá fjögurra til sjö mánaða aldrurs en þá tókum við það af honum. Kannski mun hún hafa það lengur, hver veit.
Ég skammast mín ekki. Þegar þú átt tvö börn undir þriggja ára aldri – og meira að segja bara eitt – er lífið á fullu. Þú verður að fara eftir því sem virkar best fyrir þig og krakkana þína, og ef einhver dæmir þig, er það bara þeirra mál.“

Pin It on Pinterest

Share This