Cameron Diaz geislar í móðurhlutverkinu

Leikkonan dáða, Cameron Diaz, hefur loksins eignast langþráð barn, dótturina Raddix og hefur hún bara einbeitt sér að móðurhlutverkinu síðan þá.

Cameron gerði þó undantekningu í vikunni fyrir gott málefni og má sjá að hún hreinlega geislar af hamingju!

Cameron klæddist bol sem hannaður var af vinkonu hennar, Stellu McCartney, til að safna fé fyrir Greenpeacesamtökin í Bretlandi.

Cameron setti mynd af sér í Instagram Stories þar sem hún var í bolnum sem á stóð: „Save The Amazon.“

Stella setti einnig myndina á eigin Instagramreikning.

Cameron hefur haldið sig til hlés frá því hún lék í myndinni Annie árið 2014 þar sem hún vildi eyða tíma með eiginmanninum, Benji Madden, og þeim báðum ásamt dótturinni Raddix.

„Að vera eiginkona og móðir er bara það, hvað er orðið sem ég er að leita að…? Gefandi. Takk. Þetta hefur verið besti hluti lífs míns hingað til. Ég vorkenni svo mömmum sem þurfa að fara frá börnum sínum í vinnuna. Ég er mjög heppin að ég get verið með barninu mínu og, þú veist, að vera mamman sem ég er. Ég er bara mjög, mjög þakklát.“

 

Pin It on Pinterest

Share This