Ef barnið þitt segist vera illt í maganum, ekki draga það í efa

Foreldrar eiga til að afskrifa magaverki barnsins sem ímyndun, en mælt er með að foreldrar eigi samræður við börnin varðandi hvort eitthvað sé að naga þau, í stað þess að ýta því út af borðinu.

Þegar barnið þitt kemur til þín og segir: „Mér er illt í maganum“ ættirðu, sem foreldri, að taka því alvarlega. Að vera foreldri er erfitt og stundum er það erfiðasta að vera „rannsóknarlöggan“ og finna út hitt og þetta. Foreldrar eru alltaf að reyna að átta sig á hver gerði hvað, hver sagði ósatt og hvað sé að þegar barnið kemur til þeirra og segist ekki líða vel. Börn verða veik og slasa sig, meira á barnsaldri en á öðrum tíma í lífi þeirra og það er hlutverk foreldranna að ákvarða hvort kvartanir þeirra séu alvarlegar eða hvort hægt sé að afgreiða þær með einföldu knúsi.

Þegar börn vaxa úr grasi og fara í skóla eru alltaf til dæmi um börn sem segjast ekki líða vel til að fá að koma heim úr skóla, fara ekki í skólann eða vilja ekki gera eitthvert verkefni. Þetta getur leitt til efasemda af hálfu foreldris þegar barnið kemur svo og segist vera illt, t.d. í maganum, sérstaklega ef barnið er ekki að kasta upp eða það sé sjáanlegt að því líði illa.

Samkvæmt Childrens er afar líklegt að magaverkir geti orsakast af streitu, kvíða eða öðrum andlegum vandkvæðum. Þó barnið sé ekki með niðurgang eða kasti upp, þýðir það ekki að maginn sé því ekki til trafala. Þessvegna er mikilvægt að foreldri afgreiði ekki kvartanirnar með því að hunsa þær. Ef kvíði orsakar magaverkinn og mamman segir að barnið sé ekki með neinn magaverk er hún að gera lítið úr tilfinningum barnsins. Þetta segir einnig Child Mind Institute sem ræðir einnig samband milli kvíða og meltingarvanda.

Vísindin á bakvið þetta er í taugakerfi iðranna (enteric nervous system (ENS)). Í því eru meira en 100 milljón taugafruma sem eru í þarmakerfinu og hafa þær stöðug samskipti við heilann og heilinn bregst við. Þetta þýðir að áhrif beggja líffæra eru stöðugt tengd og hafa þau áhrif hvort á annað.

Sérfræðingar segja foreldrum að hugsa um það sem „truflanir“ líkt og í útsendingu, að barn sé stressað eða kvíðið vegna einhvers. Kannski á það að tala fyrir framan bekkinn og þessi „truflun“ sé send frá heilanum niður í meltingarkerfið og orsakar þessa vanlíðan. Ef barnið kemur til þín með magaverk, reyndu að spjalla við það og fá að vita hvort eitthvað annað ami að, í stað þess að afskrifa það sem ímyndun.

Heimild: Moms.com

 

Pin It on Pinterest

Share This