Eignaðist tvíbura eftir að hafa verið skilgreind ófrjó

„Við fórum í frjósemispróf, tókum allskonar lyf og vítamín og ég fékk hormónasprautur, allt til þess að geta eignast barn,“ segir Jennifer Bonicelli í viðtali við Babycenter.

„Niðurstöðurnar voru þær að læknirinn okkar sagði það 1-2% líkur á að eignast barn á eðlilegan hátt, og 35% líkur á að verða ólétt með tæknifrjóvgun,“ segir hún.

Jennifer heldur áfram:

Ofan á þetta allt var ég greind með minnkandi virkni eggjastokkanna, semsagt ekki of mikið af eggjum. Það virtist sem líkurnar væru algerlega á móti okkur..

Svo, einu og hálfu ári seinna voru þeir tveir: Tveir sterkir hjartslættir í sónarnum, sem staðfesti að við ættum von á tvíburum. Þið gætuð kannski haldið að við værum róleg. En ég var að deyja úr áhyggjum.

Milli læknisheimsóknanna, sem staðfestu allar að meðgangan væri að ganga eðlilega fyrir sig var ég að „gúgla“ hvern einasta möguleika á að allt færi til fjandans. Ég var búin að undirbúa mig fyrir allt það versta, fá verstu niðurstöður sem hægt væri. Allar óléttar mæður óttast að eitthvað fari úrskeiðis, en að vera ólétt og greind nær ófrjó jók á áhyggjur mínar – að minnsta kosti þar til tvíburarnir voru fæddir.

Sem betur fer var þetta mjög einföld fæðing. Að fæða strákana mína veitti mér ró og ég var fegin, allur þessi tími sem hafði farið í að hafa áhyggjur af því að geta aldrei eignast börn, áhyggjurnar af heilsu þeirra og lífi á meðgöngu, það varð ákveðinn viðsnúningur við fæðinguna. Um leið og ég heyrði heilbrigðan grát barnanna minna var ég viss um að ég gæti höndlað allt. Um það snýst foreldrahlutverkið. Og það er það sem ég hef verið að berjast fyrir. Ófrjósemin hefur haft mikil áhrif á mig og að fæða eftir það er bara 100% kraftaverk!

Það er raunsætt að segja að ófrjósemin gerði mig viðkvæmari fyrir hlutum sem gætu farið úrskeiðis á þessu ferðalagi. Ófrjósemin ákvað örlög okkar sem foreldra og gaf okkur skert tækifæri á að stækka fjölskylduna okkar. Nú þar sem við erum orðin fjögurra manna fjölskylda, og nær sjö ár síðan ég var greind ófrjó, á ég erfitt með að sætta mig við að börnin okkar eru þau fyrstu og síðustu.

Sem móðir tvíbura sem mun ekki eignast fleiri börn eru öll tímamót á nokkurn veginn sama tíma – fyrstu skrefin, fyrsti skóladagurinn og fyrsta tönninn sem fer – allt á sama tíma og einnig þau síðustu. Það er mér erfitt. Ég finn fyrir þörf að njóta hvers einasta augnabliks og ég set þrýsting á sjálfa mig og þar af leiðandi finn ég fyrir skömm og sektarkennd þegar ég er ekki „fullkomið foreldri.“ Sem ég er alls ekki alltaf.

Þetta eru einu börnin mín; ég mun aldrei gera betur næst. Eftir að hafa barist svo hetjulega finnst mér oft eins og ég eigi að vera gersamlega ástfangin af því að vera mamma, af móðurhlutverkinu. En fyrstu sex, átta vikurnar var ég alls ekki þannig. Ef ég á að vera hreinskilin, í eitt skipti áður en við fórum af spítalanum spurði ég hjúkrunarfræðinginn hvort ég mætti skila þessum börnum.

Hér var ég – ný móðir sem hafði barist við ófrjósemi og ég var ekki einu sinni viss um ég gæti valdið hlutverkinu. Mér fannst ég vanþakklát og ég finn fyrir skömm þegar ég hugsa um þetta.

Ég á erfitt með að vera hreinskilin varðandi þennan viðkvæma tíma. En ég skil það núna að ég er ekki ein eða skrýtin að líða svona. Ég átti erfitt. Og ég bað um hjálp við að aðlagast nýja hlutverkinu. Það sem ég hef lært á þessum tíma, þar sem ég sigraði ófrjósemina, er að ég bý yfir seiglu. Ég hef ótrúlegan kraft, ákveðni og þolgæði, það er ekkert sem ég get ekki sigrast á.

Ég mun alltaf berjast fyrir börnin mín, ég mun takast á við allt fyrir þau.

Að ég hafi sigrast á ófrjósemi mun alltaf verða hluti sögu minnar. Þó ég hafi komist yfir það mun ég aldrei gleyma því. Styrkinn sem ég fékk í gegnum baráttuna gerir mig að ótrúlega frábæru foreldri.

 

Jennifer Bonicelli býr í Denver, Coloradoríki í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og tvíburadrengjunum.

 

Pin It on Pinterest

Share This