Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

27 ára bresk móðir, Amy Smit, varð heldur betur undrandi þegar Zagry kom í heiminn þar sem hann var nær tvisvar sinnum þyngri en „venjulegt“ eða 5,5 kíló, 23 mörk.

Foreldrarnir vonast nú til að Zagry, alltaf kallaður Zeik, verði ruðningskappi þegar hann verður stór.

Hann er ekkert smá stór!

Zeik var tekinn með keisaraskurði þann 25. maí síðastliðinn á spítala nálægt heimabæ þeirra í Cheddington, Bucks í Bretlandi. Sonur hennar var 5,5 kíló (12,9lbs) og 61 cm á hæð.

Foreldrarnir Amy og eiginmaðurinn Zak sem er 28 ára, sögðu að litli drengurinn hefði verið allt of stór fyrir ungbarnavigt spítalans. Amy, sem einnig á dótturina Lolu, segir: „Hann var svo stór að það þurfti tvo til að lyfta honum upp úr móðurkvið.“

Amy, Zac og Zeik

Amy heldur áfram: „Það var fullt af litlum konum í kringum mig í spítalaherberginu og ég heyrði eina segja: „Ég þarf hjálp, hann er risastór!“

„Þegar þær lyftu honum upp til að sýna mér og Zac, gat ég ekki annað sagt en „ands****** sjálfur.“

Amy og Zac grunaði að Zeik yrði stór því allt benti til hann væri mjög langur samkvæmt mælingum. Foreldrarnir eru báðir hávaxnir en Amy segir: „Við höfðum enga hugmynd um að hann yrði svona stór. Hann passaði ekki einu sinni á vigtina, hann var of langur og breiður. Þau þurftu að búa til einhverskonar planka til jafnvægis ofan á vigtinni til að mæla hann.“

Lola með litla bróður

Foreldrarnir höfðu keypt föt frá 0-3 mánaða en að sjálfsögðu pössuðu þau ekki: „Ég þurfti að senda Zac út til að kaupa föt fyrir níu mánaða börn.“

Lola, eldri dóttir þeirra, var einnig stór þegar hún fæddist í september 2018, 4,1 kg sem samsvarar um 17 mörkum.

Amy var samt hissa því hún sagðist ekki hafa haft neina matarlyst á meðan meðgöngu stóð og það var ólíkt fyrri meðgöngu: „Ég bara vildi ekki mat, ég vildi aldrei kvöldmat, gat ekki borðað kjöt eða neitt. Á fyrri meðgöngu var ég borðandi allan daginn, gat ekki hætt að borða. Með Zeik gat ég ekki borðað. Og ég fór bara að hugsa: Hversu stór hefði hann orðið ef ég hefði borðað á fullu!“

Glaður lítill drengur!

Amy segir Zeik vera afar glatt barn og stóra systir sé „heilluð“ af honum. Hún vill alltaf vera að knúsa hann og kallar hann barnið sitt.

Fjölskyldan kallar Zeik „litla ruðningskappann“ því faðir hans er frá Suður-Afríku og mjög hrifinn af ruðningi.

Heimild: Mirror.co.uk

Pin It on Pinterest

Share This