Foreldrar sem beita virkri hlustun fá unglingana sína frekar til að opna sig

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að vilji foreldrar raunverulega fá traust unglinganna sinna og fá þá til að opna sig og treysta þeim, þurfa þeir að þróa með sér „virka hlustun.“ Táningar geta verið torskildir þar sem þeir reyna að átta sig í flóknu og uppteknu lífi sínu. Þeir eru að reyna að finna sitt sjálf og hlutverk sitt í þessum heimi og þeir eru einnig á tímabili breytinga. Unglingarnir eru að reyna að aðskilja sig frá foreldrunum og sýna að þeir hafi aðeins meira sjálfstæði en áður.

Þrátt fyrir að sumir unglingar þroskist hratt og reyni að láta sem þeir séu fullorðnir þýðir það ekki að þeir þurfi ekki á mömmu og pabba að halda til leiðsagnar. Foreldrum finnst oft unglingarnir sínir loka á sig og komi ekki til þeirra þegar eitthvað bjátar á.

Foreldrið getur samt verið sterk líflína fyrir unglinginn þegar kemur að andlegri heilsu hans ef það bara breytir því hvernig það hlustar á hann. Samkvæmt nýrri rannsókn EurekAlert er virk hlustun það sem þarf til að fá unglinginn til að opna sig.

Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Reading og Haifa og er hægt að lesa hana að fullu HÉR 

1001 unglingur á aldrinum 13-16 ára var beðinn að horfa á samtal milli foreldris og tánings. Umræðuefnið var um erfiðar aðstæður.

Í gegnum þennan leikna þátt breytti foreldrið stöðugt um líkamsbeitingu og hlustunartækni. Unglingarnir í rannsókninni sem horfðu á þegar foreldrið beitti virkri hlustun sögðu að þeim hefði liðið vel að ræða við þetta foreldri og þeir myndu líklega ræða við þetta foreldri í framtíðinni þegar eitthvað kæmi upp.

Niðurstaðan var sú að því meiri samkennd og hlutttekningu sem foreldrið sýndi, því hreinskilnari varð unglingurinn varðandi tilfinningar sínar.

Dr. Netta Weinstein sem leiddi rannsóknina sagði að gæði hlustunarinnar væri lykillinn að vel heppnuðum samskiptum foreldra og táninga. Virk hlustun felur í sér augnsamband og einbeitningu að því sem táningurinn hefur að segja. Foreldrið ætti að snúa líkama sínum að unglingnum og það hefði ekkert í höndunum. Að vera algerlega í núinu og sýna unglingum að það sem hann hefur að segja hefur mikið vægi er lykillinn að farsælum samskiptum.

Heimild: Mom.com

 

Pin It on Pinterest

Share This