Hvort sem þú ert á leiðinni í brennslu, jóga eða lyfta þá verð ég að segja ykkur frá þessum flottu ræktarfötum frá Brandson! Brandson er nýtt íslenskt vörumerki sem hannar og selur íþróttafatnað fyrir konur. Ég er búin að bíða spennt eftir að eignast æfingafatnað frá Brandson og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með nýju fötin mín. Hér kemur svo ástæðan.
Buxurnar eru fullkomnar, þær eru háar í mittið og einnig frábær stuðningur yfir magasvæðið. Efnið í þeim er þétt og því ekki gegnsætt sem þýðir að maður getur teygt sig í ræktinni án þess að vera með g-strenginn til sýnis fyrir gesti og gangandi. Þær eru einnig einstaklega töff og vasi á hliðinni fyrir síma, hversu mikil snilld er það?!
Toppurinn frá þeim er sérlega fallegur og fæst hvítur og í fallega grænum lit. Hönnunin á honum er sérstaklega kvenleg og undirstrikar fallegar línur líkamans.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið sérlega dugleg að hreyfa mig uppá síðkastið en nú hef ég enga afsökun lengur! Fyrir mína parta finnst mér það svo sannarlega hvatning, til þess að koma mér aftur af stað, að eiga fallegan og góðan fatnað til að nota í ræktinni. Því er það einnig tilvalið að gefa þeim, sem langar að drífa sig af stað í ræktina, æfingafatnað frá Brandson í jólagjöf.
Ég mæli með því að þið kíkið á síðu Brandson á Facebook en allar pantanir eru í gengum heimasíðu Brandson www.brandson.is.