Geggjaðir Mocktails fyrir þyrstar mæður!

Geggjaðir Mocktails fyrir þyrstar mæður!

Geggjaðir Mocktails fyrir þyrstar mæður!

Úrvalið yfir vönduðu og spennandi óáfengum drykkjum hefur sjaldan verið jafn mikið. Við höfðum samband við hana Írisi Ann ljósmyndara og eiganda Luna Flórens og Coocoo’s Nest og fengum hana til að gefa okkur uppskriftir af geggjuðum „mocktails” sem hægt er að njóta með góðri samvisku um helgina.
 
„Þessir tveir drykkir eru einfaldir og góðir, eins og áherslan er á Ítalíu – þá er það er hráefnismagnið ekki það sem skiptir máli heldur gæðin, uppskriftin þarf ekki að vera flókin,” segir Íris Ann um þessa drykki.
 
Tveir laufléttir og fallegir drykkir 🍹
 
Óáfengt Prosecco frá Veneto auðvitað gott eitt og sér en einstaklega gott sem Mímósa og bragðast nánast eins og klassíski drykkurinn. Oddbird Prosecco og ferskur appelsínusafi, blanda saman ca 50/50.
 
Óáfengur Spritz með appelsínu- rósmarín líkjör frá Wilfreds blandað í Tonic ( eins og með Gin og Tonic skiptir máli að nota líka gæða Tonic (við mælum með Fever Tree) 1-2 skot af Wilfred blandað í Tonic.
 
„Svo er líka hægt að koma smakka hjá okkur á Luna Flórens og Coocoo’s Nest,” segir Íris að lokum.
 
Sölustaðir: Oddbird – Dimm, Epal, Kjötkompani (Hfj og Granda), Litla Hönnunarbúðin Hfj, Sælkerabúðin Bitruhálsi, Fiskkompaní Ak og Milli fjöru og fjalla Grenivík (auk hótela og veitingastaða). 
Wilfred’s: Krónan (Flatahrauni, Granda, Garðabæ og Lindum) og Fiskkompani Akureyri
 
 
 

Katrín Ósk rithöfundur skrifar skilaboð til barna um það mikilvægasta í lífinu

Katrín Ósk rithöfundur skrifar skilaboð til barna um það mikilvægasta í lífinu

Katrín Ósk rithöfundur skrifar skilaboð til barna um það mikilvægasta í lífinu

Katrín Ósk Jóhannsdóttir er þrítug, gift, þriggja barna móðir og uppalið borgarbarn sem segist vera í smábæjarþjálfun í Grindavík. Katrín segist einnig vera algjört meðalljón þegar kemur að húsfreyjustöfum og að ritstörfin eigi mun betur við hana.
Ég hitti hana í Elliðadal ásamt börnunum hennar þremur og smellti nokkrum myndum af þeim saman enda eiga, að hennar eigin sögn, börnin stóran þátt í skrifum hennar. Katrín ber það augljóslega með sér að vera glaðlind og hvatvís. En í spjalli okkar um daginn og veginn sagðist hún vera mjög hvatvís manneskja að eðlisfari en taldi hún það jafnframt vera einn af sínum bestu kostum og eflaust væri hún ekki þar sem hún er stödd í dag ef það væri ekki fyrir þessa skemmtulegu hvatvísi.

Katrín segist hafa skrifað mikið sem barn, bæði sögur og ljóð og að það hefði verið hennar fyrsti og stærsti draumur að verða rithöfundur. En það var samt ekki fyrr en nýverið að hún áttaði sig á því að hún lifir í rauninni þeim draumi.

“Ég hef alltaf vitað að ég vildi reka mitt eigið fyrirtæki og stofnaði ég þó nokkur sem barn ásamt vinkonum mínum sem létu alls konar hugmyndir eftir mér, má þar nefna glasaskreytingaþjónustu fyrir matarboð nágrannanna, video-leigu í tjaldi, en aðeins bróðir minn verslaði við okkur og á enn eftir að greiða reikningin og hundagöngu” segir Katrín og hlær. “Það gleður mig því mjög að eiga Óskar-Brunn útgáfu en það er vettvangur fyrir mínar bækur, vörur sem eru tengdar þeim og allt annað sem mér dettur í hug að skapa! Þetta haust var besti tíminn til þess að stökkva út í þessa laug en ég hafði nægan tíma eftir að hafa misst vinnuna vegna fröken kórónu” segir Katrín.

Skrifaði bók ætlaða börnum með skilaboðum hvað er mikilvægast í lífinu
“Mömmugull bókin er algjörlega “platínan” mín, þó að Karólína könguló sé auðvitað ofboðslega krúttleg, litrík og skemmtileg. Ég er svo stolt af Mömmugull bókinni og hún á svo sérstakan stað í hjarta mínu en persónan er teiknuð upp eftir lýsingu á dóttur minni og svo hef ég ætíð kallað börnin mín Mömmugull.” Katrín segist hafa skrifað bókina því hana langaði að koma þeim skilaboðum á framfæri til barna að það skiptir ekki máli þó að þau eigi ekki það nýjasta, stærsta, dýrasta og besta af öllu.

“Það sem skiptir mestu máli er að eiga góða fjölskyldu og góða vini. Það er lífsins dýrmætasti fjársjóður og gefur okkur mesta ríkidæmið.”

Við búum í hröðum heimi sem staldrar sjaldan við, það þýðir að það er stöðugt streymi af nýjum vörum sem allar eiga að vera betri en sú síðasta. Okkar samfélag hér á Íslandi hefur svo í gegnum tíðina verið uppfullt af samkeppni og fólk stöðugt í samanburði en það er svo mikill streituvaldur. Mér þykir alltaf svo leitt að heyra af atvikum þar sem börn hafa t.d. lent í stríðni fyrir það eitt að eiga ekki nýjasta Iphone símann eða klæðast ekki merkjavörum. Ég vona að gildi Mömmugulls muni hafa áhrif á hugarfar lesenda og festa sig í minni barnanna sem taka það með sér inn í framtíðina” segir Katrín.

“Bókin mun svo fá tækifæri til þess að gera það sama úti í Ameríku, en ensk útgáfa af Mömmugulli kemur út þar á þessu ári undir heitinu “Mommy’s treasure”. Það var stór sigur fyrir mig að fá þann samning og sannaði enn betur fyrir mér hversu dásamleg bókin er, þó ég segji sjálf frá” segir Katrín frá.

Næst á dagskrá hjá Katrínu er að kynna fyrir þjóðinni nýju bókina sína “Ef ég væri ofurhetja” sem er einlæg bók sem beinir sjónum skólabarna að þeim skólasystkinum sem eiga erfitt. Ekki vegna eineltis eða stríðni, heldur vegna skorts á sjálfsöryggi sem veldur því að þau ná ekki tengingu við önnur börn.

“Ég skrifaði þá sögu því þetta er svo algengt, en oft mjög ósýnilegt. Einelti fær iðulega stærra sviðsljós og það er mikilvægt að sú vinna sem unnin er gegn einelti haldi áfram, en önnur félagsleg vandamál mega ekki týnast alveg bak við þykku sviðstjöldin” segir Katrín. “Það má segja að ég fái innblástur frá börnunum mínum, en ekki endilega því sem þau segja og gera. Ég hugsa um hvernig heim, umhverfi, samfélagi og menningu ég sjálf vil að þau alist upp í og upplifi. Hvernig hugsunarhátt vil ég að þau hafi og fái frá öðrum” segir Katrín með sannfæringu.

“Ef ég væri ofurhetja beinir ljósi á félagslegt vandamál sem fáir átta sig á að sé til, sérstaklega börn. Einelti fær yfirleitt meira sviðsljós, enda stórt vandamál, en svona félagsleg forðun og einangrun virðist stundum gleymast og kannski ekki talið vera raunverulegt vandamál af því að það er ekki sýnileg stríðni og enginn að gera á hlut þessarra barna” segir Katrín alvarleg.

“Ég trúi á mikilvægi sögunnar, sem ég lofa að er líka skemmtileg og framkallar bros! 
Ég vona að lesendur taki henni opnum örmum og að með hverju barni sem les bókina, fæðist ofurhetja. Það læddist að vísu mjög spennandi leyniverkefni með í þessarri sendingu sem ég hef stór áform fyrir og er yfir mig spennt fyrir. En það er svo ótrúlega mikilvægt og áhrifamikið verkefni að það á skilið sína eigin umfjöllun, svo þið verðið bara að splæsa í annað samtal við mig! Segir Katrín að lokum og hlær.

Það er virkilega gaman að fylgjast með hvað þessi unga kona er skapandi & mikill frumkvöðull og bíðum við spennt eftir því sem framundan er hjá Katrínu Ósk.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um bækur Katrínar inn á vefsíðu hennar www.oskarbrunnur.is einnig er hægt að versla bækur hennar í verslunum Pennans.

Mér finnst rigningin góð! – Myndaþáttur

Mér finnst rigningin góð! – Myndaþáttur

Mér finnst rigningin góð! – Myndaþáttur

Isabel Anne vinnur með Christian Bruun: Sættist loks við námið og vinnur nú sem leirgerðarkona

Isabel Anne vinnur með Christian Bruun: Sættist loks við námið og vinnur nú sem leirgerðarkona

Isabel Anne vinnur með Christian Bruun: Sættist loks við námið og vinnur nú sem leirgerðarkona

Isabel Anne er útskrifaður dýrafræðingur frá Háskólanum í Glasgow sem ákvað síðan að venda kvæði sínu í kross og skella sér í diplomanám á keramikbraut í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift í Myndlistaskólanum lá leið hennar til Kaupmannahafnar þar sem hún hefur dvalið síðastliðna mánuði sem lærlingur hjá Christian Bruun sem er einn af virtustu leirlistamönnum Danmerkur. 

„Vinnan mín fyrir Christian er endalaust fjölbreytt, það er aldrei leiðinlegt! Hann hefur verið ótrúlega styðjandi yfirmaður og vill að ég læri af þessari vinnu ásamt því að stækka mína eigin sköpun og finna leið til að ég geti orðið sjálfstæð”, segir Isabel þegar við spurðum hana hvernig það er að vinna fyrir svona virtan hönnuð.

Aðspurð segist Isabel illa geta skilgreint hvaðan hún er, en reynir þó: „Ég er spænsk/ensk, fædd og uppalin í Belgíu en ég hef búið á svo mörgum stöðum í gegnum tíðina að það er erfitt að segja hvaðan ég er, nákvæmlega! Ég bý eins og er í Kaupmannahöfn þar sem ég er að vinna að verkefni sem styrkt er af Erasmus+ og er nú lærlingur hjá leirlistamanninum Christian Bruun. Ég vonast til að geta unnið sem leirgerðarkona í hjáverkum í framtíðinni, að vinna mína eigin listmuni og selja þá á netinu,” segir Isabel.

Sættist að lokum við dýrafræðina

Þegar leitað er eftir hvaðan Isabel fær innblásturinn segir hún hann alltaf leita í bakgrunn hennar í dýrafræðinni: „Þegar ég var á síðasta árinu mínu í náminu að skrifa lokaverkefni og læra fyrir lokaprófið hataði ég dýrafræðina. Ég þurfti að finna einhverjar flóttaleið og þannig uppgötvaði ég leirinn. Á fyrsta árinu mínu í MÍR (Myndlistarskólinn í Reykjavík) vildi ég ekki að dýrafræðin yrði minn aðalinnblástur, ég ýtti því frá mér. Sérstaklega þar sem þessar stressandi minningar frá því að klára námið voru mér ferskar í minni.” 

„Á þessum árum þar sem ég var að læra í MÍR sættist ég við að þó námið í dýrafræðinni hafi verið tilfinningalega krefjandi, elskaði ég fagið samt sem áður. Ég held að það sé erfitt að deila um að nokkurn listamann sé að finna sem EKKI sækir innblástur sinn í náttúruna. Allavega ÞEIRRA útgáfu af náttúru, umhverfið í kringum þá eða landslagið sem þeir sækja í. Náttúran er bara þannig afl allt í kringum okkur sem allir finna fyrir, og það er mjög kraftmikið afl til sköpunar.”

„Dýrafræðin gerði mér kleift að stúdera þennan kraft á mjög vísindalegan, sundurskorinn og magnvirkan hátt. Að vinna með leir leyfir mér að skilja náttúruna á þennan hátt, án hafta og stífra vísindalegra mælinga.” 

„Útskriftarverkefnið mitt hjá Mír var kallað Architecture for Insects (fornleifafræði handa skordýrum) og það var algerlega og skammarlaust innblásið af námi mínu í dýrafræði. Það verkefni var í raun ég að sætta mig við að ég ætti ekki að skammast mín fyrir það sem ég gerði áður en ég varð listamaður. Að það sé ekki listfræðilegt nám, þýðir ekki að listfræðilegt sé ekki „nytsamlegt.” Segir Isabel og heldur áfram.

„Það sem ég áttaði mig á í þessu verkefni að gerði mig öðruvísi var þessi fortíð og þessi bakgrunnur og þessvegna væri ég einstök sem leirkerasmiður. Það er tvískipting í persónuleikanum mínum, bæði sem vísindamaður og sem listamaður og ég fann loksins leið til að láta þetta tvennt vinna saman til að verða styrkur minn og innblástur,” segir Isabel.

En af hverju kallaði leirinn á hana?

„Leir er svo sérstakur. Það er engin önnur leið til að lýsa honum. Hann hefur ótrúlegt aðdráttarafl, lofar svo mörgu, veldur endalausum vonbrigðum, og samt gefur þér eitthvað alveg einstakt, það er ótrúlegt. Það getur tekið mannsævi að fullgera leirverk og samt er eiginlega ekki hægt að segja að einhver geti fullkomnað það. Leirinn er sinn eigin meistari, og hann gerir oft það sem hann vill.”

„Ég held að það sé það sem dregur mig helst að honum. Það er þetta óþekkta og endalausa lærdómskúrva, maður vonast eftir litlum óvæntum hlutum sem koma oft með ánægjulegum slysum,” segir Isabel og brosir.

Nú hefur þú opnað þína eigin vefsíðu með hönnuninni þinni, segðu okkur frá því og framtíðarplönunum.

„Ég er nú á síðustu viku í Erasmus+ verkefninu og mér finnst að þetta sé bara byrjunin. Ég er með svo mörg spennandi járn í eldinum, sérstaklega námskeiðin sem ég mun halda í stúdíóinu hans Christians í sumar og öðrum keramikstúdíóum í Kaupmannahöfn (Yonobi og Let’s Clay). Að vinna með leir er eitthvað sem hefur komið mér í gegnum erfiða tíma og ég vil geta gefið öðru fólki þessa sömu tilfinningu,” segir Isabel einlæg.

„Að vinna sjálfstætt og sem listamaður er ekki eitthvað sem þú myndir tengja við „fjárhagslega velgengni.” En ég áttaði mig fyrir löngu síðan að ég myndi frekar vilja gera eitthvað sem ég elskaði og léti mig brosa þegar ég vakna á morgnana frekar en að vinna vinnu sem borgar reikiningana en mér liði ömurlega. Sem betur fer hefur Kaupmannahöfn svo mörg tækifæri og það er borg sem getur virkilega virkað fyrir sjálfstætt starfandi fólk og listafólk sem vill búa til list og lifa á henni. Það eru ekki margir þannig staðir í heiminum.” 

„Í dag er ég að skapa nýja línu sem ég er mjög spennt fyrir og ég get ekki beðið með að deila henni með fólki. Ég get ekki beðið eftir að halda ferðalaginu áfram og sjá hvert leirheimurinn tekur mig, “ segir Isabel að lokum.

Samfélagsmiðlahnappar hér fyrir neðan eru beint inná Instagram & Facebook hjá Isabel.

Heiðdís Halla: „Helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu“

Heiðdís Halla: „Helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu“

Heiðdís Halla: „Helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu“

Heiðdís Halla rekur hönnunarfyrirtæki á Egilsstöðum og heldur úti vefsíðunni www.artless.is þar sem hún selur sína fallegu hönnun. Mamman var að skrolla á Instagram, eins og svo oft áður, í leit að skemmtilegum viðmælendum þegar hún rakst á reikninginn hennar Heiðdísar Höllu. Við fengum að senda á hana nokkrar spurningar og hér situr hún fyrir svörum. 

Hver er Heiðdís Halla?

„Ég er helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu. Ég er fljótfær með fullkomnunaráráttu. Mamma segir að ég sé „fegurðarsjúklingur”, það er líklega rétt hjá henni. Ég trúi því að maður eigi að gera það sem mann langar, fylgja hjartanu, það gerir það enginn fyrir mann þó svo gott fólk geti stutt mann áfram,” segir Heiðdís og heldur áfram.

„Ég er uppalin á Egilsstöðum, farin að heiman sextán ára með fiðrildi í maganum. Hef búið síðan á Akureyri, í París, Kaupmannahöfn, Reykjavík, og er nýlega flutt aftur heim í faðm fjölskyldunnar á Egilsstöðum og verð hér þangað til annað kemur í ljós.

Ég hef tekið að mér allskonar verkefni og hef unnið á mörgum stöðum. Flugfreyja, þjónustufulltrúi í banka, hótelstýra, ræstitæknir, afgreiðsludama í sjoppu og verslunarstjóri í tískubúð, kennari svo eitthvað sé nefnt. En ég er með stúdentspróf af málabraut Menntaskólans á Akureyri, með BA próf í frönsku og diplóma í kennslufræði. Ég elska að kenna. Ég er líka menntaður grafískur hönnuður. Ástríða mín er að skapa og hanna. Ég held að minn kaótíski lífstíll og stefna hafi gefið mér skilning og næmni á alls konar fyrirbæri og fólk sem nýtist mér í minni sköpun,” segir Heiðdís. 

„Í dag rek ég mitt eigið hönnunarfyrirtæki á Egilsstöðum og vefverslunina www.artless.is þar sem ég sel mína eigin hönnun.“

Segðu okkur frá artless:

„artless er vörumerkið mitt. Ég valdi nafnið þegar ég ákvað að opna vefverslun með minni eign hönnun. Mig langaði að skapa eigið nafn/vörumerki án þess að hafa eiginnafnið mitt á öllu og á bak við allt. Ég er með fullt af hugmyndum um hvert ég vil fara með vefverslunina og ætla mér að þróa hana áfram.

Mér fannst enska orðið artless ná vel utan um vörumerkið og  hönnun mína. Artless þýðir í raun; laus við tilgerð, einfalt, náttúrulegt en það getur líka þýtt laust við list og mér finnst það kallast skemmtilega á við að ég vinn flest mín verk í tölvu.“

Þegar Heiðdís Halla byrjaði í myndlistarskólanum á Akureyri var hún fyrst skráð í fagurlistadeild en fann fljótlega að önnur deild heillaði hana meira: „Ég byrjaði í fagurlistadeild en eftir einhverja mánuði fann ég mjög sterkt að ég var ekki endilega á réttum stað og fékk að skipta yfir í grafíska hönnun sem ég er mjög þakklát fyrir. Ég fann það strax að ég hafði breytt rétt og hef alltaf verið sátt við að hafa skipt milli deilda. En það er svolítið undarlegt að í grafískri hönnun leitast ég mest í að skapa list, og nálgun mín er líklega blönduð nálgun af grafík og list.”


Ljósmynd/Sigga Ella

Heiðdís Halla opnaði artless.is á afmælisdaginn sinn, 4. september 2020, svo vefverslunin er ekki orðin ársgömul: „Móttökurnar hafa farið fram úr mínum björtustu vonum og gefið mér byr undir báða vængi til að halda áfram að skapa, hlusta á innsæið og framkvæma. Maður á að framkvæma ef mann langar til þess. Maður þarf að bera virðingu fyrir ferlinu og leyfa hlutunum að þróast. Ég er rosalega óþolinmóð og ég vil alltaf gera allt strax en ég er orðin betri í að muna að góðir hlutir gerast hægt. Ég er með margar hugmyndir og mörg járn í eldinum en ætla að leyfa mér að hafa tímalínuna á mínum forsendum þar sem ég sé um allt sjálf innan fyrirtækisins, nema að ég er reyndar með bókara í vinnu sem sér um pappírana, annars væri allt í rugli,” segir Heiðdís Halla og hlær.

Hvað veitir þér innblástur í þinni hönnun?

“Ég held að ég sé alltaf að leita að innblæstri og ég horfi og pæli mikið í litum og litasametningum. Ég tek myndir af áhugaverðum litasamsetningum, fjöllum og því sem vekur áhuga minn hverju sinni og styðst oft við þær myndir ef mig vantar kraft eða innblástur. Ég les mikið af hönnunarblöðum og skoða hönnunarsíður á netinu og er voða mikið með hausinn stilltan á innblásturs- og hugmyndaleit alla daga. Ég elska líka að keyra ein. Bara keyra og horfa. Þá koma oft hugmyndirnar bara sjálfkrafa til mín.”

Upplifir þú það hamlandi eða styrkjandi að koma hönnun þinni og verkum á framfæri búandi í litlu bæjarfélagi út á landi?

„Þetta er frábær spurning. Nefnilega bæði! Það er klárlega jákvæðni og kraftur sem ég fæ frá fólkinu í kringum mig hér úti á landi og fólk er mjög reiðubúið til að aðstoða og styðja mig og ég er mjög þakklát fyrir það. Ég vil líka nýta þá þjónustu sem er í boði á svæðinu við framleiðslu á vörunum þá er ég að  hugsa um vistsporið sem framleiðslunni og flutningunum fylgir og um að styrkja atvinnulífið á svæðinu,“ segir Heiðdís Halla.

„En það er nú bara þannig að ég fæ ekki næstum því allt sem mig vantar hér. Hvorki þjónustu né hráefni og því þarf ég að sækja margt til Reykjavíkur eða Akureyrar. Það er líka mjög dýrt að fá hluti senda og þegar ég kaupi textíl, plakathólka, sérstakan pappír, prentun á ál og allskonar þjónustu. Kostnaðurinn er alltaf miklu hærri út af flutningskostnaði sem hægt væri að sleppa við ef ég byggi í Reykjavík. Það munar helling. Þar að auki get ég ekki skotist með pakkana sjálf í heimkeyrslu í borginni, en þangað fara langflestar vörurnar, allt fer með póstinum suður. Stundum þarf ég líka að leggja allt mitt traust á einhvern í símanum sem segir mér hvernig eitthvað muni koma út eða muni virka og svo vona ég bara það besta, það getur líka verið dýrt spaug þó það gangi líka oft upp. Ég þarf að vera þolinmóð og anda því hlutirnir taka bara hreinlega lengri tíma vegna alls konar flækjustiga. En ég er orðin sjóuð í að gera lista og gjörnýti allar mínar ferðir til að skoða og ná í það sem mig vantar. Þannig að þessi frábæra spurning er með allskonar svör. Ég gæti eflaust framkvæmt hraðar og meira ef ég byggi enn í borginni. Það þýðir ekkert að hugsa bara um það og gera ekkert. Maður nýtir það sem maður hefur og nær í hitt, þó það taki lengri tíma og sé dýrara, þá er það bara það sem þarf að gera til að framkvæma það sem mann langar til!” segir Heiðdís Halla að lokum.

Ljósmyndir Auðunn Nilsson og í einkaeigu.

Smellið á hnappana að neðan til að skoða Facebook- og Instagramsíður Artless.

Pin It on Pinterest