Geggjaðir Mocktails fyrir þyrstar mæður!

Úrvalið yfir vönduðu og spennandi óáfengum drykkjum hefur sjaldan verið jafn mikið. Við höfðum samband við hana Írisi Ann ljósmyndara og eiganda Luna Flórens og Coocoo’s Nest og fengum hana til að gefa okkur uppskriftir af geggjuðum „mocktails” sem hægt er að njóta með góðri samvisku um helgina.
 
„Þessir tveir drykkir eru einfaldir og góðir, eins og áherslan er á Ítalíu – þá er það er hráefnismagnið ekki það sem skiptir máli heldur gæðin, uppskriftin þarf ekki að vera flókin,” segir Íris Ann um þessa drykki.
 
Tveir laufléttir og fallegir drykkir 🍹
 
Óáfengt Prosecco frá Veneto auðvitað gott eitt og sér en einstaklega gott sem Mímósa og bragðast nánast eins og klassíski drykkurinn. Oddbird Prosecco og ferskur appelsínusafi, blanda saman ca 50/50.
 
Óáfengur Spritz með appelsínu- rósmarín líkjör frá Wilfreds blandað í Tonic ( eins og með Gin og Tonic skiptir máli að nota líka gæða Tonic (við mælum með Fever Tree) 1-2 skot af Wilfred blandað í Tonic.
 
„Svo er líka hægt að koma smakka hjá okkur á Luna Flórens og Coocoo’s Nest,” segir Íris að lokum.
 
Sölustaðir: Oddbird – Dimm, Epal, Kjötkompani (Hfj og Granda), Litla Hönnunarbúðin Hfj, Sælkerabúðin Bitruhálsi, Fiskkompaní Ak og Milli fjöru og fjalla Grenivík (auk hótela og veitingastaða). 
Wilfred’s: Krónan (Flatahrauni, Granda, Garðabæ og Lindum) og Fiskkompani Akureyri
 
 
 

Pin It on Pinterest

Share This