Góð ráð! Hvernig á að auka sjálfstraust barna þinna í skólanum

 

Byrjun skólaársins er frábær tími til að „endurmóta“ viðhorf barnanna okkar. Börnin þurfa oft að byrja í nýjum árgangi, nýjum skóla jafnvel þannig þau geta glímt við alls konar efasemdir um sig sjálf og þau þurfa því að vera örugg með sig. Til að þrífast, bæði tilfinningalega sem og í náminu sjálfu, þurfa börn bæði að trúa á hæfileika sína og einnig skilja hverjir hæfileikar þeirra eru.

Það er skiljanlegt að foreldrar óski þess heitast að verja börn gegn mistökum og að þau upplifi ekki höfnunartilfinningu eða að þau hafi brugðist. Þau þurfa samt rými til að „melta“ þessar tilfinningar – því þannig læra þau. Að læra af slíkum mistökum eða einhverju tilfinningalegu uppnámi af einhverju tagi mun hjálpa þeim að þroskast og fullorðnast. Með ferðalaginu í gegn um þeirra eigin styrk- og veikleika þróa börnin með sér heilbrigða sjálfsmynd

Með heiðarleika, gagnsæi og einlægni getum við hjálpað börnunum okkar í gegnum nýja skólaárið með frábærum árangri.

Hér eru nokkur ráð sem foreldrar af vefnum Parents.com gefa öðrum foreldrum! 

Litlir Post-it miðar

„Að skrifa til barnanna minna er ein leið sem ég nota til að tengjast þeim,” segir faðir einn. „Ég tengist þeim og eykur sambandið við þau í gegnum miða sem ég set í nestið þeirra. Það gefur þeim sjálfstraust og kraft til að átta sig á að þau eru mikils virði og það er einnig áminning um ástina sem bíður þeirra þegar þau koma heim.“

Jákvæðar staðhæfingar

Staðfestingar (e. affirmation) eru kort með jákvæðum staðhæfingum sem börn geta lesið og sagt upphátt. Þetta má nota sem daglega núvitundaræfingu eða verkfæri til að bregðast við erfiðum tilfinningum eða reynslu. Það getur reynst vel fyrir börn að fara með slíkar staðhæfingar eins oft og hægt er. samkvæmt Psychology Today segir að því oftar sem við endurtökum jákvæðar hugsanir/staðhæfingar, því auðveldara er að minnast þeirra yfir daginn.

Húðkrem eða ilmur

Lykt eða eitthvað sem minnir á öryggi. Sjálfsöryggi þýðir að einstaklingi finnst hann vera öruggur og lykt getur hjálpað okkur að muna að við erum örugg. Hvaða ilmur eða lykt sem barnið þitt líkar við er hægt að taka með í litla flösku eða pakkningu sem þau geta lyktað af milli tíma.

Fjölskyldumynd

Sjálfstrausts„búst“ getur falið í sér að barnið er minnt á hversu elskað það er. Að vera minnt á fjölskylduna, menninguna eða arfleifðina eykur sjálfstraust og það er góð hugmynd að setja fjölskyldumynd einhvers staðar þar sem barnið getur horft á hana og fundið fyrir hlýju og öryggi.

 

Dagbók eða skipulagsmiðar

Að skrifa niður það sem þarf að gera og minna barnið á getur hjálpað því að halda sig við verkin og undirbúa sig. Þetta getur líka verið notað til að létta á barninu, sérstaklega ef það á erfitt með að skipuleggja sig eða sjá hluti fyrir fram. Að hafa eitthvert kerfi við lýði getur minnkað óvissu. Vertu viss um að dagbókin eða skipulagsmiðar séu rökréttir og innihaldi skýr skilaboð. Tilgangurinn er ekki að búa til kvíða eða ýta undir formfestu.

Miðar með umræðuefni

Ef barnið á erfitt með að halda uppi samræðum er sniðugt að búa til miða með setningum sem hægt er að spyrja að eða búa til umræðuefni.

Að lesa með barninu

Hvaða bók höfðar hvað mest til barnsins þíns? Hvernig líður því eftir lestur? Sniðugt er að finna uppáhalds bók barnsins og halda henni við með því að lesa hana reglulega. Þannig búið þið til tíma fyrir ykkur og veitir lesturinn barninu öryggi.

Föt sem börnunum líður vel í

Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þau börn sem eru „skynsegin“ en það er íslenska yfir þau börn sem hafa greiningar á taugamargbreytileika. 

Börn sem greind eru með einhverfu eða ADHD til dæmis skipta oft um föt. Þar sem föt hafa mismunandi áferð, stíla og liti er því um að ræða leið fyrir þau börn til að tjá sig. Sumir vilja ráða sjálfir í hverju þeir eru til að sýna hvernig þeim líður. Einnig má nota hárskraut, sólgleraugu, skó og mismunandi hárstíla. Svo er sniðugt að gefa þeim skartgripi sem geta sagt hvernig skapi þau eru í þann daginn.

 

Pin It on Pinterest

Share This