Hvað borðar ársgamalt barn?

Margir foreldrar eru í vandræðum að velja réttan mat til að gefa ársgömlu barni. Ef þú ert að vandræðast með slíkt ertu að lesa rétta grein! Barnið er að vaxa og þau þurfa meira en mjólk …en hvað? Hér eru sniðug ráð fyrir samsetningu matar fyrir ársgamalt barn, næringarrík og einföld.

Ársgömul börn eru afar sérstakar týpur! Þau eru að læra svo margt nýtt. Að ganga og tala og þau eru líka að nota þessa sniðugu guðsgaffla: fingurnar. Við getum nýtt alla okkar þekkingu þegar kemur að þessum atriðum.

Nú geta þau tekið upp mat með vísifingri og þumli. Þau geta tekið upp smáa hluti, bita af mat og sett þá upp í munn. Þau vilja nota þetta grip og við viljum að þau borði þannig gerum þetta saman!

Ársgömul börn hafa lítið magamál þannig hver biti þarf að vera úthugsaður. Börnin þurfa járnríkan mat og líka grænmeti og appelsínugulan mat til að fá öll nauðsynleg næringarefni.

Þau þurfa einnig mikla fitu til að heilinn þroskist eðlilega, prótein og kolvetni til að stækka. Að gefa börnunum eins lítið unninn mat og hægt er hjálpar til við að fá öll næringarefni sem þau þarfnast.

Hér er formúla sem þú getur notað til viðmiðunar fyrir máltíðir og snarl fyrir barnið:

Prótein + fita + ávöxtur og/eða grænmeti + orkuríkur matur = vel samsett máltíð.

Próteingjafar sem ársgömul börn geta borðað. Athugaðu að allt sé eldað þar til það er mjúkt og skorið niður eða borið fram á öruggan hátt:

  • Egg
  • Kjúklingur
  • Fiskur
  • Nautakjöt
  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Baunir (eldaðar þar til þær eru mjúkar)
  • Hummus
  • Hnetusmjör (smurt þunnt á brauð)
  • Mjólkurvörur
  • Tófú
  • Hnetur eða fræ í jógurt eða eplamauk

Athugaðu að gefa barninu prótein í hverri máltíð eða snarli.

Fita fyrir ársgamalt barn

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir barnið – að bæta fitu í matinn hjálpar líkömum þeirra að vinna úr fituleysanlegum vítamínum og fitan hjálpar til við heilaþroskann

  • Ólífuolía
  • Avocado olía
  • Kókosolía
  • Smjör
  • Feitur fiskur (lúða, lax)
  • Avocado
  • Fituríkar mjólkurvörur
  • Hnetusmjör í matinn eða á brauð

Ávextir og grænmeti fyrir ársgömul börn

Allir ávextir og grænmeti eru hentug til að gefa börnum. Við viljum helst að þau borði grænt og appelsínugult grænmeti daglega. Hér er listi yfir slíkt. Þau ættu öll að vera elduð og mjúk og skorin í þeirri stærð að barnið geti haldið á þeim milli þumals og vísifingurs.

  • Gulrætur
  • Sætar kartöflur
  • Grasker
  • Brokkólí
  • Eldað kál
  • Svo þarftu að athuga að gefa barninu nægilegt C-vítamín en það hjálpar til við upptöku járns í líkamanum.

Orkuríkur matur

Eins og nafnið gefur til kynna gefur matur börnum orku, s.s. hafrar, sterkjuríkt grænmeti og ávextir. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að gefa barninu BARA kex eða seríós í snarl og fyllur það magann, vissulega, en veitir ekki nægilega næringu.

Það þarf að vera mikið af vítamínum, steinefnum og öðrum næringarefnum í matnum.

Til dæmis:

  • Kínóa
  • Hafrar (eldaðir)
  • Sætar kartöflur
  • Baunir ýmiskonar
  • Hvítar kartöflur
  • Hrísgrjón
  • Brauð
  • Þurrkaðir ávextir eða eldaðir og skornir í litla bita

Varist að gefa barninu mat sem getur staðið í þeim.

Algengast er að standi í börnum:

  • Gulrótastangir
  • Heil vínber eða kirsuberjatómatar
  • Stórir bitar af hráum ávöxtum eða grænmeti
  • Poppkorn
  • Kartöfluflögur
  • Heilar hnetur og fræ
  • Seigt kjöt
  • Stórir skammtar af hnetusmjöri
  • Pylsur
  • Stórir ostbitar
  • Tyggjó
  • Hart sælgæti eða mjúkt
  • Til að koma í veg fyrir að standi í börnum er alltaf ráðlagt að mýkja eða skera í litla bita. Forðist matvæli sem ekki er hægt að meðhöndla á þann hátt.

Hér eru hugmyndir að vel samsettum máltíðum fyrir ársgamalt barn:

Morgunmatur: Hafragrautur búinn til með kókosolíu og hnetusmjöri hrært í, blá mjólk og jarðarber.

Morgunhressing: Frosnar baunir eldaðar með smjöri á, niðursneitt epli

Hádegismatur: Brauð með möndlusmjöri, eldaðar gulrætur með ólífuolíu

Kaffi: Niðursneitt avocado, seríós

Kvöldmatur: Mjúkur kjúklingur, hrísgrjón með smjöri, gufusoðið brokkolí með ólífuolíu, mjólkurglas

 

Pin It on Pinterest

Share This