Hvað eiga tveggja ára börn að geta og kunna?
Foreldrar sem fylgjast vel með þroska barna sinna þurfa að vita ýmsa hluti til að sjá hvort barnið sé að þroskast á eðlilegan hátt. Tveggja ára börn eru að læra ýmislegt og það sem þeim finnst einna skemmtilegast er að segja: „Nei!“
Þetta er aldurinn sem persóna barnsins fer að kom í ljós og þau fara að þroska sín eigin karaktereinkenni.
Þetta á tveggja ára barnið þitt að geta:
Hreyfiþroski
Standa á tám
Sparka í bolta
Fara að hlaupa
Klifra upp og niður af húsgögnum án hjálpar
Ganga upp og niður stiga án hjálpar
Henda bolta
Halda á stóru leikfangi eða nokkrum leikföngum á meðan það gengur
Þú hefur væntanlega tekið eftir að barnið er hætt að hika í göngu og gangan er orðin þjálli, hæl-tá ganga eins og fullorðnir ganga. Næstu mánuðina fer barnið að geta hlaupið á skipulagðan hátt, labbað aftur á bak, hlaupið fyrir horn og með smá hjálp, staðið á öðrum fæti.
Þau auka hreyfiþroska sinn með því að hlaupa, leika, renna sér í rennibraut og klifra. Það er gott fyrir þau að fara út á hverjum degi og fá frjálsan leik og að kanna ýmislegt. Það hefur líka góð sálræn áhrif á þau. Þú þarft samt að fylgjast með.
Hendur og fingur
Barnið á að geta:
Teiknað
Hellt hlutum úr kassa og tekið þá úr kassanum
Byggt turn úr fjórum kubbum eða fleirum
Núna ætti barnið að geta samhæft hreyfingar úlnliðs, fingra og lófa svo þau ættu að geta opnað kringlóttan hurðarhún eða opnað krukku með skrúfuðu loki. Þau ættu að geta haldið á lit eða blýanti, jafnvel þó gripið sé ekki fullkomið.
Þau ættu að geta teiknað línur og hringi á pappír
Þau ættu að geta haldið athygli lengur en þegar þau voru 18 mánaða og þau ættu að geta flett blaðsíðu bókar og tekið meiri þátt þegar þið lesið saman.
Að teikna, byggja með kubbum eða setja eitthvað saman heldur þeim ánægðum lengi.
Smábarnið ætti að sýna tilhneigingu til að nota hægri eða vinstri hönd meira á þessum aldri. Það er samt enginn þrýstingur að láta þau velja á þessum aldri, þau gera það seinna. Sum börn eru jafnvíg á báðar hendur. Láttu það gerast á eðlilegan hátt.
Málþroski
Barnið ætti að geta:
Bent á hluti eða myndir þegar þú nefnir þau
Segja nöfn foreldra, systkina, líkamshluta og annara hluta
Segja setningu með tveimur til fjórum orðum
Fylgja einföldum leiðbeiningum
Endurtaka orð sem það heyrir í samtölum
Tveggja ára barn ætti að geta sagt setningar á borð við: „Mamma, ég vil köku,“ í stað „mamma kaka.“
Þau fara einnig að nota „ég“ í stað þess að segja eigið nafn. Börn eru misjöfn að þessu leyti samt, þannig ekki hafa áhyggjur þó jafnaldrar tali meira en barnið þitt. Drengir fara líka seinna að tala en stúlkur.
Á þessum aldri skilur barnið meira en það getur tjáð sig um. Hvettu barnið áfram, segðu þeim hvað muni gerast á morgun og láttu það vita þegar athöfn er hætt og kominn er tími á eitthvað annað.
Þú gerir mest gagn með því að tala við barnið og lesa fyrir það. Notaðu þannig bækur að barnið bendir á hluti og endurtekur orðin. Með auknum málþroska njóta þau ljóða og brandara.
Félagshæfni
Barnið þitt kann að:
Herma eftir öðrum, sérstaklega fullorðnu fólki og eldri börnum
Verða spennt í kringum aðra krakka
Sýnt aukið sjálfstæði
Leikið við hlið annarra barna í stað þess að leika við þau
Sýnt aukna þrjósku eða mótþróa (gera hluti sem þú bannaðir)
Á þessum aldri verða þau varari við að þau eru einstök, ekki hluti af öðrum.
Þau telja sig nafla alheimsins og að deila hlutum eru þau sjaldan spennt fyrir. Þau leika við hlið annarra barna en eiga ekki í samskiptum við þau, nema þau taki leikfang af þeim. Þetta er eðlilegt. Að spyrja barnið: „Hvernig fyndist þér að ég gerði þetta við þig?“ þýðir ekkert á þessum aldri, þannig fylgstu vel með barninu.
Barnið kann að tala við bangsann sinn á sama hátt og þú talar við það. Mundu því að vera góð fyrirmynd!
Lærdómur, hugsun
Barnið ætti að geta:
Fundið hluti, þó það sé undir einhverju
Flokka hluti af mismunandi lögun og litum
Endað setningar á lögum eða ljóðum í bókum sem þau kannast við
Leika einfalda hermileiki
Fylgja leiðbeininum í tveimur hlutum, s.s. „kláraðu djúsinn og réttu mér síðan glasið“.
Tökin á málinu aukast og þau fara að nota hugann til vandamálalausna. Þau fara einnig að skilja framtíð, s.s. „ég skal lesa fyrir þig sögu þegar við erum búin að bursta tennurnar.“
Þau fara að skilja tölur þannig þú getur farið að telja. Leikurinn verður flóknari og þau búa kannski til senu í kringum eitt leikfang en aðra fyrir annað leikfang.
Þroskamunur
Talaðu við lækninn ef barnið getur ekki:
Gengið eðlilega. Þau ætti ekki að ganga bara á tánum eða mjög óstöðuglega
Segja tveggja orða setningu
Herma eftir orðum eða athöfnum
Fylgja einföldum leiðbeiningum
Muna hæfni sem þau mundu áður
Skjátími
Við tveggja ára aldur geta börn lært af þáttum, en þau ættu ekki að horfa lengur en klukkustund á dag. Of mikill skjátími getur leitt til minnkandi hreyfingar og erfiðleika við svefn. Þú ættir alltaf að horfa með barninu. Ekki nota sjónvarpið sem bakgrunnshávaða, ef enginn er að horfa, slökktu á því.
Heimild: WebMd