Hvenær fer barnið mitt að muna eftir atburðum?

Um tveggja mánaða aldur getur barnið þitt farið að þekkja kunnugleg andlit og raddir, sérstaklega þær sem hann sér og heyrir í daglega.

Nýburar geta þekkt rödd móður sinnar við fæðingu og börn sem eru á brjósti geta þekkt lykt móður sinnar eftir eina viku. Þetta er merki að barnið sé fært um að muna, þó það sé ólíkt því að muna eftir smáatriðum ákveðinna hluta eða atburða.

Þekkingarminni barnsins – hæfileikinn að bera kennsl á fólk og hluti sem það hefur séð áður eftir einhverja stund eða einhvern tíma – mun aukast dag frá degi allt fyrsta árið. Rannsóknir hafa sýnt að um þriggja mánaða aldur geta börn munað eftir myndum eða leikföngum sem þau sáu einum til sex dögum fyrr.

Um níu mánaða aldur getur barnið farið að muna sértækari upplýsingar, svo sem hvar leikföngin eru í húsinu. Það mun einnig geta hermt eftir einhverju sem það sá kannski viku áður. Þessir hæfileikar gefa til kynna að börn geta kallað fram minningar – að geta munað smáatriði sérstakrar reynslu í stuttan tíma þó þau geti ekki munað eftir flestum þeirra upplifunum.

Sérstætt minni sem varir lengi varðandi einstaka atburði þróast ekki fyrr en barnið er 14-18 mánaða gamalt.

Heimild: Babycenter.Com

 

 

Pin It on Pinterest

Share This