Hvernig á að ala upp ungling, séð frá sjónarhorni unglings: Myndband

Lucy Androski er aðeins 13 ára gömul en hefur margt að segja í þessum TED fyrirlestri sem við mælum með að allir foreldrar sjái. Hún hefur skoðanir á uppeldi sem snýr að hennar reynslu og þegar kemur að staðalímyndum. Foreldrar geta lært ýmislegt, s.s. um tæknina, tilfinningar unglinga, týpur af foreldrum, allt frá sjónarhorni unglings.

Lucy er yngsti fyrirlesarinn á hinum vinsæla vettvangi TED fyrirlestra og hún hefur einstakt viðhorf sem margir geta lært af. Hún var að ljúka sjöunda bekk og elskar tónlist, listir og að spila tennis.

Pin It on Pinterest

Share This