Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Það er engin alþekkt regla um hvernig hætta eigi brjóstagjöf, en sum af þessum góðu ráðum geta gert breytinguna auðveldari. Hér eru ráð frá brjóstagjafarráðgjöfum og heilbrigðisstarfsfólki um hvernig hætta eigi brjóstagjöf.

Þegar þú hættir brjóstagjöf er eitt öruggt: Það á ýmislegt eftir að koma þér á óvart. „Alveg eins og flest annað er tengist móðurhlutverkinu, að hætta með barn á brjósti gerist sjaldnast eins og við höldum að það gerist,“ segri Diane Bengson, höfundur bókarinnar How Weaning Happens. Sama á hvaða aldri barnið er, eru hér ráð og trikk til að gera ferlið auðveldara.

Taktu eftir hvenær barnið er tilbúið að hætta á brjósti

Barnið gefur þér vísbendingar um hvenær það er tilbúið að hætta. Til dæmis: Það heldur höfðinu í uppréttri stöðu, situr með stuðningi og sýnir því áhuga sem þú ert að borða. Þar að auki hætta þau að ýta tungunni þétt upp að geirvörtunni þegar þau drekka og einnig gætu þau orðið pirruð þegar þau taka brjóstið. 

Gerðu áætlun að venja barnið af brjósti

Taktu allavega heilan mánuð í að hætta brjóstagjöf, þetta gefur móður og barni svigrúm fyrir hindranir og afturkippi. Þar að auki ættirðu að passa upp á að engar aðrar breytingar séu að eiga sér stað á sama tíma (tanntaka, flutningar, barnið byrjar í pössun/leikskóla). Barnið er einnig mun líklegra til að vinna með þér þegar það er ekki mjög þreytt eða svangt.

Byrjaðu hægt

Farðu rólega í að venja af brjóstinu. Að byrja hægt gefur ykkur báðum tækifæri á að venjast breytingunni. Þú gætir sleppt einni brjóstagjöf á viku – þeirri óþægilegstu eða þeirri sem barnið er minnst áhugasamt fyrir. Svo geturðu minnkað brjóstagjöfina enn meira þegar barnið er nær eingöngu farið að fá mat í föstu formi eða pela (athugið samt að ef barnið er níu mánaða eða eldra er betra að venja beint á stútkönnu eða glas svo þú þurfir ekki að venja barnið af pelanum fáeinum mánuðum seinna). Með því að fara rólega að þessu ferðu að framleiða minni og minni mjólk sem gerir þetta auðveldara og þægilegra fyrir þig. Það gerir það einnig þægilegra fyrir barnið þar sem það fær þá minna að drekka og drekkur meira úr pela eða glasi. 

Hugaðu að tilfinningunum

Börn sem drekka af brjóstinu elska þessa líkamlegu nánd við móðurina þannig þegar þú ert að venja barnið af brjósti er mikilvægt að bjóða upp á nánd á aðra vegu. Til dæmis gæturðu gefið barninu tíma bara með þér með knúsi meðan þið lesið bók eða þú syngur fyrir það vögguvísu eða þú strýkur á því bakið þegar það liggur í rúminu, svo fátt eitt sé nefnt.

Íhugaðu að leyfa barninu að stjórna

Sum börn eru frábær í að hætta á brjósti þegar þau fá að stjórna sjálf! Ef þér finnst það í lagi að barnið stjórni þessu, er það einfaldlega að leyfa barninu að drekka þar til það missir áhugann, en þú býður samt ekki brjóstið að fyrra bragði. Þetta er ekki fljótlegasta aðferðin, en þú getur verið viss um að þörfum barnsins sé mætt.

Hristu upp í rútínunni

Ef barnið neitar að taka við pelanum frá þér er ráðlagt að láta einhvern annan gefa barninu pelann, s.s. pabbann, ömmu, afa eða öðrum. Ef þú gefur barnið sjálf skaltu fara með barnið í annað umhverfi en þið eruð vön að vera í þegar barninu er gefið brjóst. Einnig skaltu halda á barninu í annarri stellingu en þú ert vön. Ef þetta virkar ekki, farðu aftur í gamla farið og reyndu aftur reyndu aftur eftir nokkrar vikur.

Þú mátt búast við mótþróa

Það er eðlilegt að börn þrjóskist við þegar hætta á brjóstagjöf. Eftir dag eða tvo mun barnið hætta að syrgja brjóstið og fara að borða fasta fæðu og drekka úr pela eða stútkönnu án vandræða. Heilbrigð börn borða oftast þegar þau eru nægilega svöng, sama hversu mikið þau vilja brjóstið.

Lærðu að koma í veg fyrir stálma

Önnur ástæða þess að taka hlutunum rólega: Farirðu of hratt í að venja barnið af brjóstinu geturður upplifað stálma. Ástæðan er sú að heilinn fær ekki þau skilaboð að hægja eigi á mjólkurframleiðslu þannig öll þessi mjólk veit ekki hvert hún á að fara. Ef þú færð stálma, minnkaðu sársaukann með kuldabökstrum eða verkjalyfjum. Eða náðu í brjóstapumpuna, barnið getur fengið mjólkina í pelann eða út á morgunkornið.

Íhugaðu að hætta hálfvegis

Allt eða ekkert er ekki eini möguleikinn. Margar útivinnandi mæður kjósa að venja barnið af brjósti að hluta til, á meðan barnið fær pela annarsstaðar yfir daginn og mamman gefur brjóstið þegar hún er heima.

Að skilja tilfinningar sínar

Barnið er ekki það eina sem þarf að venjast því að brjóstagjöf sé hætt. Þú þarft líka að eiga við tilfinnignar þínar. Til að mynda vilja sumar mæður fá líkama sinn aftur á meðan aðrar finna fyrir höfnunarkennd að barnið vilji brjóstið ekki lengur. Þrátt fyrir að þú getur bæði verið ánægð og leið yfir að hætta, er það eðlilegt að finna fyrir „nostalgíu“ þegar barnið eldist. Það besta sem þú getur gert er að fagna sjálfstæði barnsins, vitandi það að það að venja barnið af brjósti er tilfinningaleg reynsla. Talaðu einnig við aðrar mæður sem hafa upplifað hið sama.

 

Heimild: Parents.com

Pin It on Pinterest

Share This