Hvers vegna er barnið mitt kvíðið?

Hræðsla barna okkar og kvíði getur oft leitt til hegðunar sem foreldrar klóra sér í höfðinu yfir og hugsa: „Af hverju hegðar barnið mitt sér svona?“

Kvíði er auðveldari að greina og eiga við, en hlutir sem snúa að skynjun eru erfiðari að eiga við og geta farið framhjá manni. Þetta er ástæða þess að það er mikilvægt að komast að rót hegðunar barna okkar svo við séum betur fær um að hjálpa þeim.

Á eitthvað af þessu við um þitt barn?

  • Virðist mjög viðkvæmt?
  • Virðist óvenju varkárt?
  • Virðist verða pirrað að finna fötin koma við húðina?
  • Þarf auka hjálp við að sofna eða þarftu að leggjast niður með því?
  • Brotnar saman eftir að hafa verið á háværum eða mannmörgum stað?
  • Tekur eftir smávægilegustu breytingum?
  • Þarf alltaf að stjórna öllu?

Ef eitthvað af þessu lýsir barninu þínu getur kvíðinn stafað af skynjunarkerfi þess. Við skynjum eitthvað á hverri einustu sekúndu alla daga, sem getur látið sum börn verða ofurnæm eða yfirbuguð. Þetta getur komið fram í bræðisköstum, niðurbroti eða að forðast aðstæður sem setja þessa tilfinningu af stað.

Sem foreldrar þurfum við oft að leika rannsóknarlöggur, og skynjun og kvíði geta haldist í hendur. Skynjunarbreytileiki getur leitt til kvíða og kvíði getur leitt til hegðunarbreytingar. Til dæmis getur verið yfirbugandi fyrir sum börn að mæta í afmælisveislu vegna hávaðans og of mikils álags á skynfærin. Fyrir önnur börn getur þessi sama veisla valdið kvíða því þau eru sett í aðstæður með börnum sem þau þekkja kannski ekki.

Til að greina á milli skynjunar og kvíða íhugaðu:

Tímasetning. Ekki bara horfa á hvað er að gerast þegar hegðunin á sér stað, heldur einnig það sem hefur átt sér stað fyrir hegðunina. Skynjunartengt niðurbrot getur mallað í smá tíma áður en niðurbrotið á sér stað.

Mynstur. Er þráður í ákveðinni hegðun? Á barnið t.d. erfitt með að klæða sig fyrir skólann en allt er í lagi um helgar? Er barnið þitt í lagi á flestum stöðum en ef staðurinn er of hávær, fer það að láta órólega eða illa?

Skynjun.Þegar skynjunin er rótin hefur það áhrif á ýmislegt. Það er sjaldgæft að það hafi áhrif á eitthvert eitt, til dæmis að klæða sig.

Það eru til leiðir til að hjálpa börnum með skynjunartengdan kvíða:

Hjálpaðu þeim að skilja hvað skynfærin þurfa og þola verr

Búðu til skipulag til að nota til að ná tökum á ótta og kvíða

Leyfðu barninu að fá sinn tíma til að ná sér niður á hverjum degi

Lærðu að þekkja þegar barnið er orðið æst og oförvað

Hvettu til magaöndunar

Haltu rútínu og passaðu að barnið viti um breytingar á rútínu fyrirfram

Gefðu barninu næg tækifæri til að hreyfa sig

Ef kvíði barnsins og ótti hafa mikil áhrif á daglegt líf, ekki hika við að leita til fagaðila.

 

Heimild: Cindy Utzinger/Charlotteparent.com

Pin It on Pinterest

Share This