Justin Timberlake deildi fyrstu myndinni af syni sínum á Instagram

Phineas litli, sonur leikaraparsins Jessicu Biel og Justins Timberlake, er stundum kallaður „leyni-Covid barnið” þar sem þau héldu fæðingu hans leyndri afar lengi. 

Hann er nú orðinn 11 mánaða gamall og hafa þau aldrei deilt mynd af honum á samfélagsmiðlum…fyrr en á feðradaginn í Bandaríkjunum! Það sést nú ekki mikið í hann, en aðdáendur voru himinlifandi. Myndina má sjá hér að neðan:

„Að vera pabbi er betra en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Ég er þakklátum pöbbum mínum og öfum fyrir að hafa rutt veginn, fært þær fórnir fyrir mig svo ég gæti lifað drauma mína og kennt mér að ALVÖRU LÍF gerist í öllum litlu augnablikunum. Gleðilegan feðradag til allra pabbanna þarna úti!!!”

 

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake)

 

Pin It on Pinterest

Share This