Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Anna Marín Ernudóttir hittir naglann á höfuðið í þessum stutta pistli um móðurhlutverkið og minnir þetta okkur á að við erum algerlega frábærar! 
 
10 ára púkinn minn og vinur hans voru að nöldra í mér í dag um að fara í Bónus því þeim langaði í nammi. Ég sagði þeim að ég bara nennti ekki í Bónus en þeir mættu fá pening og labba sjálfir.
 
En þú átt bíl…þú nennir aldrei að gera neitt sem við viljum heyrðist í púkanum mínum. Ok, viðurkenni að það stakk mig í hjartað, hef alltaf verið með mikinn kvíða yfir að ég sé ekki nógu góð móðir (Á góðum dögum veit ég að ég er súper mamma og pabbi, enda einstæð).
 
Anywho…. ég hugsaði þá aðeins…en hey, bíddu hver var að taka úr uppþvottavélinni og setja í hana, þrífa eldhúsið, ganga frá eftir sleepingpartí hjá honum, þvo þvottinn, hengja upp og brjóta saman úr tveimur vélum og ganga frá því, taka til á pallinum og gera heita pottinn reddí fyrir pottapartíið hans og taka rusl úr garðinum?? Elda mat og gefa þeim að éta sem ég verslaði í búðinni í gær ooooog með bananabrauð í ofninum núna fyrir sleepover partí 2! Hah, hmm??!
 
Ekki var meira sagt og þeir sáu um að kaupa sér nammi.
 
Stundum er gott að fara aðeins yfir daginn og sjá hvað maður er búinn að gera, því ég er viss um að það komi aldrei dagur sem við gerum ekkert, akkúrat ekkert.
 
Við stöndum okkur SVO VEL! Börnin eru á lífi og brosandi, thats all we need. Knús á ykkur allar mæður sem upplifa sömu tilfinningar og ég!
 
Pistillinn er birtur með góðfúslegu leyfi Önnu Marínar

Pin It on Pinterest

Share This