Klæddu þig eftir veðri!

Við íbúar á suðvesturhorninu getum svo sannarlega sagt að sumarið hafi ekki verið uppá sitt besta enn sem komið er. Auðvitað höldum við í vonina að það eigi eftir að breytast og við fáum æðislegt síðsumar. En hvað skal til bragðs taka? Eigum við að hanga inni í allt sumar þó að það rigni? Ég segi klárlega NEI! Klæddu þig og börnin þín heldur eftir veðri og skelltu þér út og njóttu þess sem okkar fallega land hefur uppá að bjóða!

ZO•ON er falleg íslensk hönnun sem býður uppá útivistarfatnað sem hentar alvöru íslenskum aðstæðum. Ég hef í gengum tíðina klætt börnin mín og okkur fullorðna fólkið mikið í fatnað frá ZO•ON og verð ég aldrei fyrir vonbrigðum, enda er mottó þeirra “Að skella sér út, hvernig sem veðrið er!” (“Get out there, whatever the weather!”). Gæti bara ekki passað betur eins og staðan er núna.

Mig langaði einning að deila því með ykkur að þær nýjungar hafa átt sér stað hjá ZO•ON að nú fást flíspeysur og buxur niður í stærð 104, en hingað til hefur minnsta stærðin hjá þeim verið 116 í peysum og buxum. Ég tek þessum breytingum fagnandi ásamt fleirum og skora á ZO•ON að næsta skref hjá þeim verði að hefja framleiðslu á ungbarnafatnaði! Enda á ég von á litlu kríli nú í júlí og vill auðvitað einungis það besta fyrir komandi erfingja og ég treysti ZO•ON alveg 100% í það verkefni 😉

Ég mæli með því að kíkja inná heimasíðu ZO•ON og skoða úrvalið, hér er hægt að skoða barnafatalínuna þeirra. Eins er hægt að fylgjast með þeim á Instagram og Facebook.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við ZO•ON.

Auður Eva Ásberg

Pin It on Pinterest

Share This