Leiðir til að kenna drengjum að vera betri manneskjur
Ný bók Anna Marie Johnson Teague og Ted Bunch, The Book of Dares: 100 Ways for Boys to Be Kind, Bold, and Brave, veltir upp mörgum áleitunum spurningum sem foreldrar nota til að ræða málefni er snerta unga drengi í dag. Í henni er fjallað um allt frá heilbrigðri karlmennsku til sambanda til kynja- og kynþáttamála og eru í henni æfingar fyrir drengi.
Bókin er byggð á 20+ ára reynslu af A Call to Men, sem er hreyfing sem einbeitir sér að því að breyta samfélögum með því að bjóða upp á þjálfun og menntun drengja í þeim tilgangi að byggja upp heilbrigða, virðingarverða karlmennsku.
Foreldrar eru því hvattir til að lesa bókina með stráknum sínum og ræða um umfjöllunarefnin og áskoranirnar.
Hér eru nokkur dæmi úr bókinni um áskoranir:
Nefndu þrjár tilfinningar sem þú fannst í dag
Vissir þú að til eru fullt af tilfinningum? Við höldum að við finnum bara fáar, en það eru í raun fjölmargar. Af þessum átta, hverjum hefur þú fundið fyrir nýlega?
Reiði, ótti, leiði, andstyggð, furða, spenna, traust, gleði.
Segðu að minnsta kosti frá þremur og hvernig þær höfðu áhrif á þig. Ef til dæmis, þú fannst fyrir gleði, hver var ástæðan? Að bera kennsl á tilfinningar sínar hjálpar þér að leita að hlutum sem veita þér gleði (furða, spenna, traust og gleði) og líka til að höndla þessar erfiðari (reiði, ótti, andstyggð og leiði.)
Með því að læra á tilfinningar sínar verður betra að útskýra nákvæmlega hvernig þér líður og þú verið betri að leysa vandamál.
Reyndu að sjá að staðalímynd (e. stereotype) sé ekki rétt
Staðalímynd er ofureinfölduð mynd af manneskju eða hlut sem er byggð á lægsta samnefnaranum. Eins og: Ó, þú ert strákur? Þannig þú hlýtur að vera bekkjartrúðurinn, sterka, þögla týpan, stóri gaurinn eða ofurhetjan? Þú ert samt miklu meira en það. Það eru allskonar staðalímyndir til um kyn, aldur, trú og kynþætti. Strákum finnst oft að þeir verði að passa inn í einhvern svona kassa. Í þessari viku, prófaðu að stíga út fyrir kassann, sýndu að þú sért klár, viðkvæmur, sýnir væntumþykju og umhyggju. Þú þarft ekki að brenna bíla eða bjarga konum eins og ofurhetjan, farðu í staðinn til vinar eða nágranna og bjóddu fram hjálp þína.
Brjóttu „karlmannsboxið“
Karlmannsboxið (e. Man Box) er lýsing á þeim misgóðu skilaboðum sem strákar fá, hvernig þeim er kennt að vera karlmenn. Boxið segir að þeir skuli vera sterkir, þeir megi ekki verða hræddir, þeir megi ekki gráta. Oftar en ekki heldur þetta box strákum til baka – það er of einhæft og heftandi. Strákar eru margslungnar mannverur sem hafa ótrúlega marga kosti sem gera þá að góðum manneskjum.
Í þessari viku skaltu teikna upp þetta box. Skrifaðu inn í reitina þá hluti sem hafa þvingað þig til að „vera karlmaður, vera sterkari, hætta þessu væli“ sem strákum er oft sagt. Fyrir utan boxið skaltu svo skrifa allt sem þér finnst gaman að gera sem passar ekki í þetta box. Skoðaðu orðin fyrir utan og reyndu að gera meira af þeim.