Mamma deilir frábæru ráði til að fá börn til að ropa!

Allar mæður þekkja þetta: Vandann við að láta barnið ropa til að losna við loftið sem barnið gleypir eftir að hafa drukkið. Mamma nokkur hefur fundið snilldarráð sem hún segir að virki í 99,9% tilfella! Er um að ræða einfalt ráð sem hún kallar „the wiggle butt” og sýnir það á TikTok. 

„Ég ætla að sýna ykkur trikkið að ná góðu ropi upp úr barninu ykkar!” segir Tay Becker. „Þetta lítur fáránlega út, en það virkar.” Svo sýnir hún hvernig halda skal á barninu með annarri hendi til að styðja höfuð þess og bak og hin höndin heldur barninu upp við öxlina. „Haldið í höfuðið og ýtið fótunum til og frá. Þetta er mjög mjúk hreyfing, ekki þvinga fæturnar.”

Þú getur séð hér hvernig Tay fer að þessu og viðbrögð áhorfenda létu ekki á sér standa frá þeim sem prófuðu þetta, það virtist virka!

 

@taybeckerbeautyComing at you today with a #lifehack! Here’s my trick for burping your baby! #momlife #toddlermom #boymom #fostermom #newmom #hack #parenthack

♬ original sound – Tay Becker

Pin It on Pinterest

Share This