Meghan og Harry hafa eignast dóttur!

Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa nú eignast dótturina langþráðu og Archie því orðinn stóri bróðir. Sunnudagsmorguninn 6. júní tilkynntu Harry og Meghan um fæðinguna og á stúlkan að bera nafnið Lilibet Diana Mountbatten-Windsor. Fæddist hún þann 4. júní kl. 11:40 í Santa Barbara í Kaliforníuríki.

Hjónin segja að hún muni verða kölluð Lili. „Hún vó 3,5 kíló og bæði móður og barni heilsast vel og eru að koma sér fyrir heima,” sagði talsmaður hjónanna í yfirlýsingu. „Lili er nefnd eftir langa-langömmu sinni, drottningunni, en hún var kölluð Lilibet. Miðnafnið, Diana, var valið til að heiðra minningu ömmu hennar heitinnar, Prinsessunnar af Wales.”

Þann 14. febrúar síðastliðinn tilkynnti parið að þau ættu von á öðru barni, nær ári eftir „skilnaðinn” við bresku konungsfjölskylduna. Það var minna en þremur mánuðum eftir að Meghan skrifaði í New York Times um fósturmissinn, en sú grein hét The Losses We Share.

Pin It on Pinterest

Share This