Mensa upplýsir um 17 einkenni ofurgáfaðra barna

Mensa, alþjóðleg samtök fólks með háa greind, hafa gefið út lista með þeim einkennum sem gefa til kynna að barnið þitt sé greindara en meðalbarnið og meðal atriða er t.d. að tala mikið og að hafa óvenjulegt minni.

Hefur barnið þitt óvenjulegt áhugamál eða dýrkar að horfa á fréttir? Það gæti hugsast að barnið þitt sé snillingur!
Allir foreldrar hafa hugsað um hvort þeirra barn eða börn séu gædd sérstökum hæfileikum, en vissir þú að það eru merki um slíkt, sem þú getur kíkt á til að vera viss?

Mensa,stærstu og elstu samtök ofurgreindra, fullyrðir að eftirfarandi persónueinkenni geta gefið til kynna að barnið þitt sé greindara en önnur og það gæti tekið sérstakt greindarpróf til að verða tekið inn í samfélagið.Þessi próf eru lögð fyrir undir eftirliti og henta börnum sem eru 10 og hálfs árs gömul, en yngsti meðlimurinn er aðeins tveggja ára og sá elsti 102!

Á eitthvað af eftirfarandi einkennum við um barnið þitt? 

Óvenjulegt minni

Að geta munað tímatöflur, heimilisföng eða landaheiti ung að aldri getur verið merki um háa greind – ef barnið þitt er fært um að muna lítil smáatriði eða víðtækar upplýsingar sem foreldrarnir geta gleymt, getur það verið fært um að verða ofurgott í stærðfræði eða tungumálum.

Að vera á undan öðrum börnum að ná hlutum

Að læra að lesa, tala eða spila spil hraðar en jafnaldrar þýðir að barnið þitt hefur þroskaðan heila og gæti verið að það þyrfti meiri örvun til að vera hamingjusamara og ná markmiðum

Að læra að lesa snemma

Mikill áhugi á einni bók er kannski ekki merki um ofurgáfur en ef barnið þitt er á undan öðrum börnum að læra að lesa getur það verið á góðri leið með snilligáfu sinnin.

Óvenjuleg áhugamál eða ítarleg þekking á ákveðnum hlutum

Áhugi á bílum eða kvikmyndum er algengur hjá börnum en ef barnið þitt getur t.d. greint vísindaskáldskap frá grínmyndum ungt að aldri, er það mjög hæfileikaríkt. Að hafa áhuga sem ristir mjög djúpt getur verið merki um að barnið skori sjálft sig á hólm andlega og þyrsti í þekkingu

Óþol í garð annarra barna

Afar greind börn geta orðið pirruð á jafnöldrum sínum, að því þau skilja ekki af hverju þau eru ekki í takt. Einnig hefur það verið sannað að greind börn eru viðkvæmari en önnur, þannig þau geta tekið það mjög nærri sér að vera skilin útundan eða strítt af vinum sínum.

Vitund um málefni líðandi stundar

Ef barn hefur áhuga og þekkingu á heimsfréttunum ungt – t.d. les dagblöð eða spyr spurninga um stjórnmál – getur verið einkenni um mikla greind.

Þau setja sér allt of há markmið

Hæfileikarík börn geta tekið nærri sér að mistakast eitthvað þar sem þau oft eru fullkomnunarsinnar og stolt af sínum hæfileikum og þekkingu. Afleiðingin er stundum sú að þau setja sér allt of metnaðarfull markmið og verða reið þegar þau ná þeim ekki.

Gengur vel

Það kann að vera augljóst, en ef barninu þínu gengur vel í skóla, betur en öðrum, kann að vera að þeim finnist ekki bara gaman að faginu/fögunum, heldur séu þau greindari en önnur börn.

Vill eyða tíma með fullorðnum eða eitt

Að vilja eyða tíma með fullorðnu fólki þýðir að barnið þitt langar að læra frá þeim sem hafa meiri þroska en það sjálft, og ef það vill lesa eitt eða skapa/hanna hluti getur gefið til kynna að það leggur hart að sér og vill fræðilega þekkingu til að ögra sér.

Elskar að tala

Ef barnið þitt elskar að tala allan daginn getur það verið merki um mikla heilavirkni og það reynir að taka þátt í samtölum sem eru um eitthvað nýtt og sem ögra þeim vitsmunalega.

Spyr endalausra spurninga

Ef það spyr endalausra spurninga á borð við „af hverju er himininn blár?“ og „hvernig virkar sími?“ getur þýtt að barnið þitt skynjar heiminn á hærra sviði en margir.

Á auðvelt með að læra

Kemst barnið í gegnum heimavinnu á undraverðan hraða og nær námsefninu fljótlega og auðveldlega? Það kann að vera að þau séu að ná bekkjarfélögunum hvað greind varðar og þau þurfi meiri ögrun.

Þróuð kímnigáfa

Ef barnið þitt finnur upp á sniðugum bröndurum sjálft eða hlær að einhverju sem þú hélst að þú þyrftir að útskýra fyrir því, gæti það haft undraverðan skilning á tungumálinu og heiminum í kringum það

Tónlistarhæfileikar

Ef barnið þitt nær tónlist fljótt og/eða spilar vel á hljóðfæri fyrir sinn aldur, gæti það þurft aðra vitsmunalega örvun og gæti náð henni fljótt, s.s. að læra nýtt tungumál, þar sem það er sannað að spila á hljóðfæri styrkir heilavirkni og minni.

Elskar að stjórna

Gáfuð börn hafa tilhneigingu til að sanna hversu vel þau geta eitthvað, sem þýðir að þau vilja vera við stjórnvölinn í öllu sem þau taka sér fyrir hendur; einnig geta þau verið fullkomnunarsinnar sem vilja að allt sé gert á ákveðinn hátt.

Býr til aukareglur í leikjum

Gáfuðum börnum kann að þykja gaman að nýta sköpunarkraftinn og búa til nýjar reglur fyrir leiki ef leikurinn er ekki nægilega flókinn að þeirra mati. Ef barnið þitt krefst þess að leikir séu flóknari, gæti það verið afskaplega greint.

Innhverft/úthverft

Börn sem eru mjög úthverf og opin – eða hljóðlát og innhverf – geta verið mjög hæfileikarík þar sem þau kunna að njóta þess að læra með öðrum og hafa mikla félagshæfni, eða þau elska að vera ein og njóta þess að lesa eða stúdera eitthvað ein.

Hægt er að skoða greind börn og greindarpróf Mensa á vefsíðu þeirra.

 

 

Pin It on Pinterest

Share This