Modibodi-umhverfisvænar nærbuxur

Nú á dögum var haldinn í fjóra sinn Umhverfisvæni markaðurinn. Þar komu saman fyrirtæki og hönnuðir til að selja sínar vörur og framleiðslu sem eru umhverfisvænn kostur. Margt spennandi var í boði þar á meðal Modibodi nærbuxur sem m.a er hægt að nota í staðinn fyrir dömubindi á blæðingum. Ég ákvað að kynna mér þessar nærbuxur enda þvílíkt magn af dömubindum sem fleygt er í ruslið á ári hverju. Hér er mín upplifun af nærbuxunum, ég vona svo sannarlega að ég geti tekið þátt í því að gera jörðina okkar umhverfisvænni.

Ég var svo “heppin” að þegar ég kíkti á Umhverfisvæna markaðinn var ákkúrat sá tími mánaðarins hjá mér að byrja þannig ég gat látið á Modibodi nærbuxurnar reyna. Ég fékk að #gjöf tvennar nærbuxur, aðrar með litlum til miðlungs rakadrægni, hinar með mikilli rakadrægni.

Ég fékk þær leiðbeiningar að þvo þær fyrir notkun af því að því oftar sem þær eru þvegnar því betur virka þær. Ég fæ mjög miklar blæðingar og mínar blæðingar hafa versnað með hækkandi aldri og með hverri meðgöngu. Mín niðurstaða er sú að buxurnar einar sér dugðu ekki til þegar ég var á þeim degi blæðinga sem var hvað allra “verstur”, enda voru þær hjá Modibodi búnar að benda mér á það að þær konur sem fá mjög kröftugar blæðingar gætu jafnvel ekki notað þær á þeim degi sem blæðingar eru hvað verstar eða að þá þyrftu þær að eiga fleiri buxur til skiptana yfir daginn. Það lekur ekki í gegn en það getur farið að leka meðfram hliðum, það gerðist hjá mér þegar líða tók á daginn. En þá held ég, til að halda áfram mínum umhverfisvæna hætti, að þá gæti álfabikarinn hentað mjög vel með Modibodi nærbuxunum. Þ.e.a.s á þeim degi sem blæðir mjög mikið. En hina dagana þar sem blæðingar mínar voru “eðlilegar” voru þessar nærbuxur algjör snilld! Ég meina geggjuð lausn og að þurfa ekki pæla í dömubindum…enn meiri snilld! Þær dugðu vel, góð rakadrægni, einstaklega þæginlegar í sniði og umfram allt þá ertu að velja mun umhverfisvænni kost en dömubindi.

Modibodi nærbuxurnar henta líka fyrir útferð og minniháttar þvagleka…þannig hey, nú getur þú kannski hoppað á trampólínu í sumar eða farið út að sippa áhyggjulaus.

Um Modibodi

Hjá Modibodi bjóðum við blæðingar og þvagleka velkomin því að við hugsum um hvort tveggja fyrir þig. Örþunnar, aðeins 3mm, ótrúlegt en satt að þá halda Modifier Technology™ buxurnar allt að sama magni og tveir túrtappar. Við færum þér þægindin!

  • Efsta lagið dregur hratt í sig allan raka, ver gegn óæskilegum bakteríum, hindrar óþægilega lykt og hjálpar þér að vera þurr og fersk.
  • Miðalagið heldur á öruggan hátt vökvanum
  • Neðsta lagið er einstaklega vatnshelt svo þú ert alltaf örugg.

Modibodi™ notar hágæða náttúruleg efni í bland við hágæða tækniefni sem anda (Bambus, merino ull og microfiber) og nýjustu tækni í bakteríudrepandi textíl með mjúkri, þægilegri viðkomu.

Spurt og svarað!

Virkar þetta í alvöru?

– Já, þetta virkar. Buxurnar draga betur í sig þegar búið er að þvo þær einu sinni til tvisvar. Það mun ekki leka í gegn, en ef þær hafa tekið við eins miklu og hægt er gæti farið að leka framhjá með hliðunum.

En er þetta ekki ógeðslegt?

– Alls ekki! Tilfinningin er allt öðruvísi heldur en af dömubindum, ekki svona klístrað og ógeðslegt. Ef eitthvað er ógeðslegt er það notað dömubindi í flæðarmálinu. Modibodi seturu bara í þvottavél og notar aftur og aftur.

Hvernig á að þvo nærbuxurnar?

– Við mælum með því að þú skolir aðeins úr þeim í vaskinum, sérstaklega ef þú ert ekki að fara að þvo strax. Síðan seturu þær á 30 gráður í þvottavél. Það er ágætt að nota prógramm með forþvotti. Það er óþarfi að þvo þær sér, þú hendir þeim bara í vélina með öðrum þvotti. Ekki setja í þurrkara og ekki nota mýkingarefni.

Hvað með þvagleka, er hægt að nota Modibodi?

– Já algjörlega! Reyndar var Modibodi fundið upp af konu sem upplifði þvagleka í kjölfar barnsfæðingar svo þær henta alveg eins við þvagleka eins og blæðingum.

(Spurt og svarað texti og upplýsingar um efni var fenginn að láni frá heimasíðu www.modibodi.is)

Staðreyndir um dömubindi

Mörg dömubindi innihalda plast, klór og óæskileg auka- og rotvarnarefni sem alið geta á allskyns veseni og sýkingum á viðkvæmu kynfæra svæði.

Á hverju ári er 45 milljörðum dömubinda fleygt einhvers staðar. Ef þeim væri raðað hverju á eftir öðru næðu þau alla leið til sólarinnar. Flest dömubindi og blautservéttur eru full af gerviefnum svo sem plasti, en það þýðir að þau verða eftir í umhverfinu það sem eftir er, skaða náttúrulíf og menga úthöfin.

Allar upplýsingar um Modibodi er að finna á facebooksíðu Modibodi túrnærbuxur.

*Ég fékk ekki greitt fyrir þessa færslu, mér er einfaldlega umhugað um umhverfisvænni kosti.

Auður Eva Ásberg

 

 

Pin It on Pinterest

Share This