Myndataka á meðgöngu, að varðveita fallega minningu

Að fara í myndatöku eða ekki á meðgöngu er hugleiðing sem margar verðandi mæður og/eða pör velta gjarnan fyrir sér, allavega gerði ég það. Nýverið eignaðist ég mitt fjórða barn og jafnframt tók ég ákvöðrun um að þetta yrði mín allra síðasta meðganga! Þar sem ég nálgast fertugsaldurinn óðum og hver meðganga er svo sannarlega farin að taka sinn toll. Framan af ætlaði ég ekki í myndatöku en þegar líða tók á meðgönguna hugsaði ég æ oftar hvað mig langaði að eiga fallegar myndir frá þessu tímabili í lífi okkar. Myndir sem ég gæti skoðað eftir einhver ár og hugsað með hlýju til þessa tímabils í lífinu, tímabils sem tók svo sannarlega tók sinn toll, var mjög krefjandi á köflum en á sama tíma svo fallegt.

Mig langaði að taka þessa myndatöku “alla leið” og fá fagmenn til þess að sjá um að förðun og hárgreiðslu fyrir mig. Þannig í samstarfi við Inglot í Kringlunni sá hún Ylfa um förðunina hjá mér og ég verð að segja að ég hef sjaldan verið jafn ánægð með förðun eins og hjá Ylfu, hún valdi fallega og milda tóna sem henta alveg einstaklega vel í svona myndatöku og eins við minn húðtón. Það sem ég elska við Inglot vörurnar er að þær eru “cruelty free” með einstaklega stórt úrval af vegan vörum og þær eru ekki prufaðar á dýrum! Inglot er með 800 búðir í 80 löndum og verðið á vörunum er mjög gott. Hver einasta vara er búin til úr hágæða hráefni og inniheldur engin ónauðsynleg aukaefni. Hægt er að panta sér förðun í verslun Inglot í Kringlunni.

Heiða hárgreiðslukona á Emóra hárgreiðslustofa í Árbæ sá um hárið á mér með vörum frá Moroccanoil og sama sagan var að segja þar, ég var alveg rosalega ánægð með útkomuna. Við ákváðum að hafa hárið slegið með fallegum og náttúrulegum liðum. Ég elska vörunar frá Moroccanoil og mæli svo með mikið þeim, það eru nokkrar vörur frá þeim sem ég get alls ekki verið án t.d. þurrsjampóið frá þeim, eitt besta þurrsjampó á markaðinum í dag að mínu mati og arganolían er algjört “möst have” til að viðhalda fallegum gljáa og heilbrigðu hári.

Ég mæli alveg 100% með því að fara í förðun og hárgreiðslu fyrir svona myndatöku. Það sem að það gerði fyrir mig var að ég var miklu öruggari með sjálfa mig í myndatökunni.

Og að myndatökunni sjálfri! Vá ég get varla líst því hvað ég er ánægð með útkomuna. Ég fór til hennar Maríu Katrínar í myndatöku og hef ég verið aðdáandi hennar í dágóðan tíma. Stílinn hennar er svo rómantískur, myndirnar svo fallegar og í senn smá sexý. Við ákváðum að gera nokkra stíla, þó svo að það sé ekki vanalega gert í myndatökum hjá henni heldur er oftast valið um annað hvort paramyndatöku eða svokallaðar bumbumyndir af verðandi móður. Ég er svo glöð að eiga þessar dásamlegu myndir af mér og eiginmanni mínum í þessu fallega setti sem hún er með. María Katrín er fagmaður fram í fingurgóma og hefur einstakt lag á því að láta manni líða vel fyrir framan myndavélina sem er alls ekki sjálfgefið, einnig var andrúmsloftið alveg einstaklega afslappað inní stúdíói hjá henni. Þar að auki tekur hún einnig ofsalega fallegar ungbarnamyndir sem ég ætla að sýna ykkur í annarri færslu, en auðvitað skelltum við okkur með litlu dömuna í ungbarnamyndatöku til hennar líka. Ég mæli með því að kíkja á heimasíðuna hennar www.mariakatrin.is eða síðuna hennar á Facebook María Katrín ljósmyndari fyrir frekari upplýsingar. Núna ætla ég bara að leyfa myndunum að tala sínu máli, en þær segja allt sem segja þarf.

Eins og ég segi hér fyrr í færslunni þá get ég ekki mælt nægilega mikið með því að fanga þetta tímabil í lífinu á “filmu”, ég myndi samt ekki fara fyrr en eftir ca. viku 32 á meðgöngunni þegar bumban er orðin nokkuð myndarleg, ég fór á þrítugustu og sjöttu viku og hefði hvorki viljað fara fyrr né seinna. Eftir viku 36 getur þreytan verið farin að segja nokkuð mikið til sín og bjúgur kannski orðin frekar mikill, þannig það er gott að fara áður en það ástand er orðið nokkuð áberandi.

Fatnaður í myndatökunni, undirföt, kimono og peysa er úr Lindex. Kjóllinn frá Maríu Katrínu, annað í einkaeigu.

María Katrín gerir einnig mjög skemmtileg myndbönd sem fylgja myndatökunni hjá henni. Einstaklega skemmtilegt og gaman að horfa á. Hér má sjá myndbandið úr minni myndatöku.

 

Þakkir fá:

Inglot í Kringlunni fyrir frábæra förðun. Instagram Inglot á Íslandi finnur þú hér.

Heiða hjá Emóra hárgreiðslustofu fyrir fallegt hár, linkur á Facebooksíðu Emóra er hér og Instagram hjá Heiðu á Emóra er hér.

Regalo fagmenn fyrir frábærar vörur frá Moroccanoil, linkur á Facebook er að finna hér.

María Katrín ljósmyndari, hún er á Facebook hér og heimasíðan hennar er www.mariakatrin.is

Lindex fyrir fatnaðinn, linkur undir hér.

 

Pin It on Pinterest

Share This