Mamman mælir með því að skella á sig góðum rakamaska fyrir veturinn. Nú er sólin heldur betur búin að verma okkur í sumar, allavega hér á Suðvesturhorninu og nú fara kuldaboli og haustlægðirnar að banka uppá fljótlega.

Húðin er okkar stærsta líffæri og það þarf að hugsa vel um hana allan ársins hring. Sólin hefur sín áhrif á húðina og eftir sumarið er húðin oft orðin svolítið þurr. Þegar hausta tekur og veður fer kólnandi þarf að undirbúa húðina og gefa henni gott “rakabúst” fyrir komandi vertíð. Þess vegna mælum við með því að setja á sig góðan rakamaska. Um daginn prófaði ég þennan fína rakamaska frá Dr. Braga og hann stóð svo sannarlega fyrir sínu. Ég fann bara hvað húðin mín varð hamingjusöm eftir að ég setti þennan maska á mig. Þessi maski er kannski í dýrari kantinum en vel þess virði. Hann kemur í fallegum pakkningum og inniheldur grímu sem þú setur yfir andlitið og lætur liggja á. Eftir maskann er gott að setja á sig gott serum eða næringaríkt rakakrem. Persónulega finnst mér best að setja á mig maska á kvöldin. Ég byrja á því að yfirborðshreinsa húðina vel fyrst, set síðan maskann á mig og enda svo rútínuna á góðu rakakremi eða serum fyrir svefninn, þá er húðin vel mettuð af næringu þegar maður vaknar.

Nokkrar staðreyndir um Dr.Braga vörurnar.

Þær eru:

  • Án tilbúinna rotvarnarefna

  • Án parabena

  • Án ilmefna

  • Án silíkons

  • Án glýkóls

  • Án litarefna

  • Án fituefna (lípíða)
  • 
Án lanólíns

Dr. BRAGI býður upp á nýjung hvað varðar einstaka virkni og þar sem engin óþarfa aukaefni eru notuð, eru þær með öruggustu húðvörum á markaðnum. Í vörunum er sneitt hjá skaðlegum efnum sem ekki hafa raunveruleg jákvæð áhrif á húðina. Þetta lágmarkar líkur á ofnæmis viðbrögðum við notkun og því eru þær sérstaklega hentugar fyrir einstaklinga með viðkvæma húð. Frekari upplýsingar um vörurnar: www.drbragi.is

 

Dr. Jón Bragi Bjarnason

Pin It on Pinterest

Share This