Naomi Campbell er orðin móðir!

Hin fimmtuga ofurfyrirsæta, Naomi Campbell, hefur eignast sitt fyrsta barn og tilkynnti það á Instagram ásamt mynd af pínulitlum fótum í höndum móður sinnar.

Naomi hefur þráð að vera móðir lengi, eins og nafnlaus heimildarmaður segir í viðtali við People: „Hana hefur lengi langað í barn, í meira en 10 ár.“ Hann heldur áfram: „Og allir þeir sem eru hissa á að Naomi sé að eignast barn ein, á hennar hátt, á hennar tíma þekkja ekki Naomi Campbell. Hefur hún ekki endurskapað allt sem hún hefur komið nálægt hingað til?“

Naomi deildi gleðifréttunum á Instagram með fallegri mynd þar sem hún heldur á fótum litlu stúlkunnar: „Falleg lítil blessun hefur kosið mig til að vera mamma sín. Ég er heiðruð að hafa þessa blíðu sál í líf mínu og það eru engin orð til að lýsa þeirri eilífðarskuldbindingu sem ég deili nú með þér engillinn minn. Það er engin fallegri ást.“

Margir af frægu vinum hennar skrifuðu athugasemd við færsluna, m.a. Donatella Versace sem sagðist ekki geta beðið eftir að hitta hana.

Naomi hefur ekki sagt hvað litla daman á að heita.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Naomi Campbell (@naomi)

Naomi hefur verið opin hvað varðar þrána að verða foreldri, t.a.m. í viðtali við Vogue Arabia árið 2018 þar sem hún sagði börn draga fram fjörugu hliðina á henni: „Ég myndi elska að eiga börn. Það er enginn afsláttur af því. Ég elska börn og mun alltaf gera það. Þegar ég er í kringum börn breytist ég sjálf í barn. Það er litla stelpan sem ég vil ekki missa.“

Einnig sagði hún í viðtali við Evening Standard í maí 2017 að hún hugsaði „stöðugt um“ að eignast börn. „Vísindin bjóða nú upp á að það er hægt hvenær sem er.“

 

Pin It on Pinterest

Share This