Níu ára drengur aðstoðaði móður sína í fæðingu

Hollie Lau frá Ohioríki, Bandaríkjunum, fæddi stúlkubarn í fyrra og vissi hún að hún þyrfti stuðning og ást í fæðingunni. Fæðingarteymið í kringum hana á spítalanum innihélt óvæntan meðlim: Son Hollie, Charlie, sem var níu ára gamall á þeim tíma.

Hollie segir hugmyndina hafa komið frá Charlie sjálfum: „Það var í raun sonur minn sem spurði,“ og hún tók vel í hugmyndina. Hún sagði að þetta væri dásamlegt fyrir hann að upplifa og einnig gott fyrir yngri bróðurinn Hank sem er sjö ára sem einnig var viðstæddur.

„Drengir fá ekki sama rými í menningu okkar að gera nærandi hluti. Okkur fannst að við yrðum að „normalísera“ fæðingu og brjóstagjöf fyrir sonum okkar og þegar hann spurði studdum við hugmyndina,“ segir Hollie. „Það er svo mikið sem hægt er að læra af fæðingu og við vildum nýta tækifærið.“

Auðvitað var mikill undirbúningur fyrir drenginga til að þetta yrði þeim ekki ofviða: „Við lágum í rúminu á kvöldin og horfðum á fæðingarmyndbönd á Instagram. Við ræddum svo það sem við sáum og ímynduðum okkur hvernig fæðing liti út, hvernig hún hljómaði, hvernig hún lyktaði. Þeir fóru líka á fæðingarnámskeið. Þannig skildu þeir hvað líkami minn var að upplifa í gegnum öll stig fæðingarinnar.“

 

Þegar að stóru stundinni kom var Charlie ofboðslega spenntur: „Hann var mest hissa þegar kollurinn kom í ljós. Að sjá systur sína og glitta í hana eftir að ég hafði verið í mikilli vinnu þangað til var bara mjög spennandi. Að sjá persónuna sem við höfðum verið að búa okkur undir að hitta í marga mánuði var loksins komin, hann var alveg í skýjunum.“

Um leið og litla stúlkan kom í heiminn hjúfruðu Charlie og Hank sig upp við mömmu sína og litla systir tók brjóstið, sem Hollie segir hafa verið „töfrum líkast.“

Ljósmyndarinn Hannah Spencer var viðstödd allan tímann og var hún afar þakklát og hrærð yfir þessari fallegu stund: „Mæður ættu að fá að hafa þær sem þær vilja við fæðingu, börn eða aðra.“

 

Hollie segir að hún sé fullkomlega meðvituð um að ekki myndu allar mæður kjósa að hafa börnin sín viðstödd en hún mælir svo sannarlega með því: „Þetta getur verið mjög jákvæð reynsla með réttum undirbúningi. Börnin okkar eiga skilið að verða vitni að og upplifa nýtt líf koma inn í fjölskyldur.“

Heimild: Mother.ly

Pin It on Pinterest

Share This