Ný rannsókn sýnir að afar og ömmur eru „svalari“ en nokkru sinni fyrr!
Það er eitthvað alveg sérstakt við ömmur og afa. Mömmur í dag muna eftir að hafa eytt tíma heima hjá afa og ömmu, þar sem allt virtist töfrum gætt og þau virtust svalari og meira að segja flottari en foreldrarnir. Nú eru foreldrar okkar þessir afar og ömmur og börnin okkar horfa á þau á sama hátt og við horfðum á okkar.
Er það mögulegt að afar og ömmur séu orðin svalari en okkar voru? Það er jú mögulegt, tímarnir breytast og þróast og við erum farin að læra meira um hvað það þýðir í raun og veru að vera í þessu hlutverki.
Samkvæmt Good Housekeeping eru ömmur og afar mun „nútímalegri“ og svalari (e. cooler) en áður og var því framkvæmd könnun meðal 1500 manns um hvað það þýðir að vera afi eða amma í heiminum í dag. Einnig voru foreldrar kannaðir til að sjá muninn.
Könnunin spurði um ýmislegt frá barnaumönnun til samfélagsmiðla og komust að því að margir foreldrar töldu foreldra sína ekki vera „fullir af visku“ og töldu þá hafa gamaldags skoðanir sem þeir ættu að halda út af fyrir sig.
Nú – það er ekki eins og afar og ömmur líta á sig sjálf!
68% afa og amma töldu sig mun svalari en foreldrar þeirra voru. Þeim finnst sín kynslóð sveigjanleg og opin fyrir breytingum, eitthvað sem fyrri kynslóðir hafa átt erfitt með. Þeim fannst þau líka vera meira opin fyrir öðrum menningarheimum.
Þetta er í takt við aðra rannsókn sem framkvæmd var af AARP en þar var niðurstaðan sú að einn þriðji allra afa og amma eiga barnabarn eða -börn sem eru af öðrum kynþætti eða menningarbakgrunni. Afarnir og ömmurnar þar sögðu einnig að þau myndu alltaf samþykkja barnabarn sem væri hluti af LGBTQ+ samfélaginu.
Þegar Y kynslóðin (fólk fætt milli 1981-1994/6) fer að verða afar og ömmur á næsta áratug eða svo getum við farið að sjá kynslóð afa og amma sem geta átt samskipti við barnabörnin í gegnum tækni í mun meiri mæli og jafnvel spilað tölvuleiki við þau! Það eru allt aðrar minningar en við höfðum um okkar afa og ömmur.
Heimild: Moms.com