Ný rannsókn varpar ljósi á mömmur sem drekka reglulega vín

Þú hefur eflaust séð myllumerkið #WineMom sem hefur sést á ótal samfélagsmiðlum í formi „meme“ eða séð sögur eða myndir tengdum sambandinu milli mæðra og víns. Gert er grín að þreyttri, útbrenndri móður sem er spennt að fá sér vín þegar börnin fara í háttinn. Eða hún laumast bara í vínið þó börnin séu vakandi.

Oftast er þessu tekið með húmor, þetta sé bara létt grín til að sýna hversu erfitt það er að vera mamma á köflum.

Samt sem áður hefur lítið verið kannað hvað liggur að baki þessarar menningar – mömmudrykkjumenningar og hvaða hættur gætu legið þar. Samkvæmt The Conversation varð hugtakið „wine mom” vinsælt í kringum 2015, sem leið til að drekka vín til að eiga við móðurhlutverkið.

Ákveðið var að rannsaka þessa menningu og má lesa niðurstöður hennar HÉR.

Voru póstar skoðaðir á Instagram með myllumerkinu#winemom til að sjá hvaða hlutverki áfengið gegndi í mæðrahlutverkinu. Niðurstöðurnar voru þær að vínið var hvatinn til að berjast gegn samfélaginu sem trúir því hvað geri mömmu að „góðri mömmu.“ Póstarnir sýndu mæður sem vildu deila því að áfengi væri eðlilegur hluti af sjálfsrækt og leið til að ná utan um hlutina. Samt sem áður er áhyggjuefni að þessi menning sé að gera það að eðlilegum hlut að drekka mikið og að konur sem noti oft þennan húmor séu kannski að „díla“ við eitthvað alvarlegra.

Þetta er staðfest af sérfræðingum á heilbrigðissviði sem hafa alltaf sagt að áfengi sé ekki góð leið til að ráða við hlutina og það séu vísbendingar þess efnis að áfengisneysla kvenna á barneignaraldri sé að færast í aukana, eitthvað sem #winemom getur bara gert verra.

Samkvæmt CBC hélt fyrrum „vínmamma“ því fram að þessi tiltekna menning hafði slæm áhrif á hana og hefði leitt hana á dimman og slæman stað. Hún fór að eiga í óheilbrigðu sambandi við áfengi.


Þegar allt kemur til alls eru niðurstöður þessarar rannsóknar einnig víðtækari. Hún sýnir að mömmur eru ekki að fá þann stuðning sem þær þurfa til að takast á við mikla ábyrgð. Þær þurfa kannski frekari úrræði til að eiga við vandkvæði hvað andlega heilsu varðar og þau úrræði ættu ekki að vera nokkur vínglös þegar börnin fara að sofa á kvöldin. Áfengi getur nefnilega mjög auðveldlega verið ávanabindandi.

Heimild: Moms.com 

 

Pin It on Pinterest

Share This