Óður mömmu til ófædds barns

Jess Urlichs er nýsjálenskur rithöfundur og móðir sem skapar einstaklega falleg verk um móðurhlutverkið. Hún samdi yndislegan óð á meðan barnið var í móðurkviði og er hann hér þýddur og endursagður:

Áður en þú komst hélt ég þér í örmum mínum, í draumum mínum og hugsunum. Ég hvíslaði að þér vögguvísum sem seinna svæfðu þig.
Ég þekkti þig löngu áður en ég hitti þig, ég talaði um persónuleika þinn frá olnbogum og hnjám, „tilbúin að halda mér á tánum“ sagði ég.
Ég elskaði þig löngu áður en ég sá þig, lesandi í svartar og hvítar myndir af vörum þínum, vitandi að fljótlega myndi ég vera að kyssa þér með mínum eigin.
Ég heyrði í þér löngu áður en þú grést í þessum heimi. Þessi fyrsti hjartsláttur, sem bergmálaði ást og feginleik, hraður taktur sem lét tímann standa kyrran.
Ég vildi þig löngu áður en ég þarfnaðist þín, þar sem ég sat þarna horfandi á próf sem myndu sýna mér línur sem myndu breyta lífi mínu.
Ég fann fyrir þér löngu áður en ég gat snert þig, línurnar á maganum stoltar að ganga með þig. Sársaukinn sem stundum kom með þessum vexti, áhyggjurnar, að ég gæti ekki verið án þín núna.
Ég deildi með þér hjarta mínu áður en þú stalst því algerlega. Ég deildi sögum með þér, hvernig ég hitti pabba þinn, bækurnar nú þegar á hillunni. Ég deildi með þér óyrtum tilfinningum sem ég veit nú að þú getur fundið.
Ég deildi líkama mínum með þér, ég er landið þitt og þú ert leiðsögumaðurinn.
Þegar það er dimmt á kvöldin hugsa ég með mér – mun það verða í kvöld?
Ég er taugaóstyrk,
Það er svo margt sem ég veit ekki,
En ég veit ég elska þig,
Ég er tilbúin,
þegar þú ert það.
Sé þig fljótlega,
ást, mamma.

Hér er Jessica svo með dóttur sinni:

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by J E S S I C A U R L I C H S (@jessurlichs_writer)

Pin It on Pinterest

Share This