Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að ónógur svefn hefur áhrif á bæði hegðun barna sem og námsárangur þeirra.Svefn er lífsnauðsynlegur og styður við andlega og líkamlega vellíðan og er börnum sérstaklega mikilvægur. Svefninn hjálpar þeim að stækka, þroskast og takast á við næsta dag. Þegar barn fær ekki nægan svefn hefur það áhrif á heilsuna og hugarástand, en alltaf er verið að rannsaka og komast að því hvað hann hefur mikil áhrif og hvernig er hægt að bæta úr málum.

Samkvæmt EurekAlert var rannsókn framkvæmd sem sýndi að ónógur svefn hjá lituðum börnum efnaminni fjölskyldna hafði neikvæð áhrif á hegðun sem og námsárangur. Rannsóknin var framkvæmd af NYU Grossman School of Medicine, Harvard Medical School, og háskólanum í Texasog má lesa um hana hér.

Slakur og ekki nægur svefn hefur áhrif á þessi börn og setur þau í hættu á að þróa með sér hegðunarvanda og kemur í veg fyrir velgengni í skóla. Skoðuð var tenging milli svefns, hegðunar í tíma og svo einkunnir.

Einkum voru þeldökk börn skoðuð sem ólust upp í vanþróuðum hverfum, sem ekki fengu stuðning ríkisins eða önnur úrræði á vegum ríkisins.

Kennarar sögðu frá þreytu barna í tíma og lítilli þáttöku.

Alexandra Ursache, ein af rannsakendum, sagði að rannsóknin sýndi mikilvægi þess að þróa með börnum heilbrigt svefnmynstur.

Kennarar eiga einnig að ræða við foreldra sjái hann merki þess að barn sé þreytt í kennslustund. Þetta hjálpar öllum við að hjálpa barninu að ná betri námsárangri.

Best væri að rannsaka fleiri börn úr öllum stigum þjóðfélagsins, af öllum kynþáttum, til að sjá hvort alhæfa megi um niðurstöðurnar. Einnig var ekki notaður svefnriti heldur spurningalisti sem rýrir rættmæti niðurstaðnanna.

 

Pin It on Pinterest

Share This