Skjátími er hvorki góður né slæmur

Nýtt sjónarhorn hefur nú komið fram þegar kemur að skjátíma barna, samkvæmt Psychology Today, en Mike Brooks, Ph.D. hefur nú sagt að skjátími sé hvorki góður né slæmur. Margir foreldrar hafa haft miklar áhyggjur af skjátíma, sérstaklega á Covid-tímum þar sem krakkar eyða meiri tíma fyrir framan skjá en nokkurn tíma áður.

Krakkar læra á netinu eða í gegnum samskiptaforrit, þau spila tölvuleiki og horfa á myndbönd á YouTube og svo mætti lengi telja.

Samkvæmt American Academy of Child & Adolescent Psychiatryeyða börn í Bandaríkjunum fjórum til sex klukkustundum á dag fyrir framan skjá af einhverju tagi. Táningar í allt að níu tíma.

Þrátt fyrir að þessar tölur kunni að valda ugg, er þetta ekki alslæmt samkvæmt sérfræðingi, en hann ræðir mikilvægi sjónarhorns þegar horft er til skjátíma.

Mike Brooks segir þrjá hluti skipta miklu máli sem foreldrar þurfi að vita varðandi skjátíma.

Í fyrsta lagi vill hann að foreldrar viti að skjáir hvorki hjálpi né skaði heilsu barna að ráði. Hann segir að fyrir börn og unglinga hafi skjátími engin áhrif á heilsu þeirra og velgengni og segir Mike að manneskjur séu þrautseigar að eðlisfari. Hann bendir þó á að skjátími geti, í sumum tilfellum, aukið á kvíða og þunglyndi en svo séu önnur tilfelli þar sem tækin „auki fyllingu og dýpt í lífum fólks.“

Mike bendir einnig á að það sé ekkert rétt svar þegar spurt er um hversu mikill skjátími sé of langur. Þetta hafi verið viðrað, og allir hafi mismunandi skoðun. Hann ráðleggur foreldrum að „missa ekki svefn“ yfir því hversu miklum tíma barnið eyði fyrir framan skjá, svo lengi sem það sé ekki að valda „alvarlegum árekstrum.“

Foreldrar hafa sagt að rifrildi hafi aukist vegna skjátíma og slíkt getur rekist á við hversu miklum tíma fólk eyðir með börnunum sínum. Ef það eru „reglur án samskipta og tengsla“ getur það leitt til uppreisnar, þ.e. ef foreldrar setja reglur án þess að eiga í góðum samskiptum og tengslum við börnin sín. Orka foreldranna ætti að beinast að því að auka samband sitt við barnið, sem gerir þá líklegri til að fá börnin til að hlýða þegar kemur að því að setja mörk hvað skjátímann varðar.

Heimild: Moms.com

Pin It on Pinterest

Share This