Ég, svo oft sem áður kíkti í snyrtivörudeildina í Hagkaup því mig vantaði sólarvörn. Sólarvörnin sem ég átti var ekki að henta í andlit og þar sem ég er með ofurviðkvæma húð í andliti þá fann ég fyrir óþægindum þegar ég setti hana á mig. Þrátt fyrir að þessi sólarvörn sem ég átti hafi sérstaklega verið gerð fyrir börn og viðkvæma húð þá fékk ég engu að síður ofnæmisviðbrögð í framan, þannig ég ákvað að finna mér nýja, sérstaklega gerða fyrir andlit.

Ég var einnig búin að ákveða að ég skyldi kaupa mér góða sólavörn, frá góðu merki og eyða þannig aðeins meiri pening í hana en það sem þessar ódýru sólarvarnir kosta. Ég fann að sjálfsögðu hina fínustu sólarvörn og að þessu sinni ákvað ég að kaupa sólarvörn sem hentar fyrir alla fjölskylduna frá Clarins með SPF 50, trúið mér ég er rosaleg með þetta, ég er rosalega hrædd við skaðsemi sólarinnar. Ég hef brunnið illa og það er eitt það versta sem ég hef upplifað.

En tilgangurinn með færslunni er samt annar, enn átti ég eftir að finna vörn fyrir andlitið þegar ég sá þetta vatnshelda BB krem frá Shiseido með sólarvörn 50+. Ég verð að viðurkenna að ég varð óþæginlega mikið spennt fyrir þessu kremi. Eins og ég sagði hér fyrr þá er ég með mjög viðkvæma húð, ég brenn mjög auðveldlega og háræðar í kinnum liggja mjög grunnt þannig ég er með frekar ójafnan húðlit og maður minn!! Þetta krem jafnaði húðlitinn og gaf húðinni rosalega fallega og glóandi  áferð, það hylur vel án þess að gefa svona “meik áferð”. Kremið er þunnt auðvelt að bera það á, það er gert sérstaklega fyrir andlit, með góðri sólarvörn og er vatnshelt þannig að það hentar einstaklega vel í sund og á ströndina. Það kemur í þremur tónum, ég valdi medium en það hentaði best mínum húðtón. Mig langar líka að benda á þá staðreynd að maður tekur alveg lit þó að maður noti sterka sólarvörn eini munurinn er að þú brennur ekki og skaðlegir geislar sólar ná ekki að valda varanlegum húðskemmdum og þannig minnkar þú líkur á sortuæxli.

En ég skellti mér allavega í sund með nýja kremið, brann ekkert og var svona líka fín með fallega og glóandi húð.

Þetta BB krem keypti ég í Hagkaup í Skeifunni og það kostaði 4.399,-

Auður Eva Ásberg

Pin It on Pinterest

Share This