Snilldarráð móður heldur börnum uppteknum á ferðalögum!

Nú þegar sumarfríin fara í hönd og fólk fer í ferðalög með börnin sín er ekki úr vegi að hugsa um bílferðir sem litla fólkið er ekki alltaf spennt fyrir.

Bresk móðir að nafni Whitney Leavitt deildi afar sniðugu „life hack-i“ sem gæti bjargað bílferðum…það er að segja ef ekki er nú þegar skjár í aftursæti bílsins.

Rúmlega 14 milljónir hafa séð myndbandið á TikTok og er það stutt og hnitmiðað: Whitney opnar samlokupoka áður en hún setur iPhone-inn sinn í pokann og lokar. Svo tekur hún höfuðpúðann af farþegamegin, stingur gat á pokann með járnpinnunum til að festa pokann og hengir hann svo barnið geti séð símann. Þetta þýðir að börnin geti horft á símann á meðan keyrt er, án þess að halda á símanum.

890.000 manns hafa líkað við myndbandið og um 5000 manns sett athugasemdir við það.

Einn sagði: „Omg, þú bjargaðir lífi mínu.“

„12 tíma bílferð á næstunni! Takk fyrir hugmyndina,“ sagði önnur móðir.

Sá þriðji sagði: „Ég vildi ég hefði vitað af þessu þegar börnin mín voru lítil.“

Hér getur þú séð myndbandið:

 

@whitleavitt

We’re headed to Bryce National Park 😍 ##brycecanyonnationalpark ##roadtriphacks ##hacks ##diy ##familyroadtrip ##lifehacks

♬ Shake The Room – Pop Smoke

Pin It on Pinterest

Share This