Snilldarráð móður heldur börnum uppteknum á ferðalögum!
Bresk móðir að nafni Whitney Leavitt deildi afar sniðugu „life hack-i“ sem gæti bjargað bílferðum…það er að segja ef ekki er nú þegar skjár í aftursæti bílsins.
Rúmlega 14 milljónir hafa séð myndbandið á TikTok og er það stutt og hnitmiðað: Whitney opnar samlokupoka áður en hún setur iPhone-inn sinn í pokann og lokar. Svo tekur hún höfuðpúðann af farþegamegin, stingur gat á pokann með járnpinnunum til að festa pokann og hengir hann svo barnið geti séð símann. Þetta þýðir að börnin geti horft á símann á meðan keyrt er, án þess að halda á símanum.
890.000 manns hafa líkað við myndbandið og um 5000 manns sett athugasemdir við það.
Einn sagði: „Omg, þú bjargaðir lífi mínu.“
„12 tíma bílferð á næstunni! Takk fyrir hugmyndina,“ sagði önnur móðir.
Sá þriðji sagði: „Ég vildi ég hefði vitað af þessu þegar börnin mín voru lítil.“
Hér getur þú séð myndbandið:
@whitleavitt We’re headed to Bryce National Park 😍 ##brycecanyonnationalpark ##roadtriphacks ##hacks ##diy ##familyroadtrip ##lifehacks