Spítalataskan mín

Þrátt fyrir það að ég sé að ganga með mitt fjórða barn þá virðast hlutir eins og “hvað á ég að pakka niður í töskuna sem ég tek með mér á fæðingardeildina” alltaf vera jafn mikið púsluspil. Kannski er það að því á þessum tíma svífur maður oftast um í það mikilli “óléttuþoku” að maður er heppin að tína ekki sjálfum sér einhversstaðar eða hreinlega rata aftur heim úr búðinni. Í lok meðgöngunar er svefnleysið verulega farið að segja til sín og minnið því orðið frekar stopult, eða allavega hjá mér. Þannig hvað ég tók með mér síðast eða þar áður og hvað þá í fyrsta skiptið man ég frekar óljóst.

En ég er ekki sú eina sem er í þessum pælingum því að þetta virðist vera mjög algeng vangavelta hjá verðandi mæðrum. Ég ákvað því að taka saman lista af því dóti sem ég ætla að vera búin að gera klárt í mína “spítalatösku” að þessu sinni og vona að þessi listi nýtist til góðs hjá fleirum. En að sjálfsögðu er þessi listi ekki tæmandi og eflaust margt sem einhverjar myndu sleppa eða bæta við þennan lista.

Fyrir barnið

  • Samfellur 3 stk stærð 56
  • Heilgallar 2 stk stærð 56
  • Sokkar 2 stk
  • Leggings 2 stk
  • Klórvettlingar
  • Litla bómullarhúfu
  • Bleyjur
  • Blautklútar/grisjur/svampar
  • Taubleyjur 3 stk
  • Snudda (valkvætt)
  • Heimferðardress* Húfa, vettlingar, sokkar, peysa eða samfestingur.
  • Pela
  • Barnabílstóll
  • Teppi

Fyrir móður

  • Netanærbuxur 4 stk
  • Nærfatnað
  • Brjóstagjafahaldara
  • Náttföt eða kósýföt (Hér myndi ég segja að hafa tvö dress til skiptana ef það t.d blæðir í geng)
  • Sundfatnað (sumar vilja vera í sundfötum ef þær fara í baðið)
  • Baðslopp
  • Inniskó

Snyrtivörur:

  • Dömubindi
  • Hárbursti
  • Sjampó/hárnæring
  • Tannbursti
  • Tannkrem
  • Brjóstakrem
  • Andlitskrem
  • Varasalvi
  • Svitalykaeyðir
  • Heimferðarsett, hér myndi ég bókað taka með mér þæginlegar joggingbuxur, peysu og strigaskó en hver og ein ákveður að sjálfsögðu fyrir sig. Góðar leggings og þæginleg síðpeysa væri einnig möguleiki.
  • Pilatesbolti (ef um ræðir langan tíma í fæðingu er gott að geta sest og ruggað sér á boltanum og liðka þannig um mjaðmirnar. Gæti verið að svona bolti sé til á spítalanum en svo gæti hann verið í notkun þannig það er kannski gott að koma með sinn eigin.)
  • Brjóstagjafapúði (Þetta finnst mér algjörlega vera valkvætt eins og með boltann.)
  • Vatnsbrúsi, alls ekki gleyma að vökva sig vel!

Foreldrar/maki

  • Myndavél
  • Hleðslutæki
  • Snyrtidót
  • Hrein föt/kósýföt
  • Inniskór fyrir maka
  • Olía, það getur verið yndislegt að hafa með sér góða olíu svo að maki getur nuddað bak eða fætur í fæðingunni. Ég mæli með jójóbaolíu og setja nokkra Lavenderdropa út í, hún er mild og góð.
  • Lavendersprey, Lavender er mjög róandi og hægt er að útbúa sitt eigið sprey með því að setja nokkra dropa af Lavender í vantsbrúsa blönduð með vatni. Svo er hægt að spreyja þessu annaðslagið yfir herbergið í fæðingunni til að ná smá ró. Þetta sprey er mikið notað í jóga fyrir þær sem hafa stundað það og getur því hjálpað til að ná “innri jógískri ró”. Gott er að setja ca 5 dropa í 150 ml af vatni, einnig getur verið gott að blanda nokkrum dropum (2-3) af Lemon við. Lemon er upplífgandi og hefur frískandi og jákvæð áhrif á hugann og getur verið hjálpleg í löngum fæðingum.
  • Hátalara og hleðslutæki fyrir hátalarann. Svo er frábært að vera búin að útbúa góðan “playlista” með slökunartónlist eða rólegum lögum.
  • Snarl/Ávexti/banana (Frábært að útbúa til dæmis poka með hnetublöndu, þær gefa góða orku fyrir báða foreldra) Svo eru sjálfsalar á flestum sjúkrahúsum með alls konar snarli.
  • Orkudrykki/safa/gos/sódavatn

Að sjálfsögðu er eflaust eitthvað á þessum lista sem má missa sig og aðrar sem vilja bæta einhverju við þennan lista. Ég hef þennan lista til hliðsjónar að þessu sinni ef ég skyldi fæða uppá spítala, annars er ég með planaða heimafæðingu sem er algjörlega efni í annað blogg. En ég ætla engu að síður að hafa spítalatöskuna tilbúna ef ske kynni að heimafæðing gangi einhverja hluta vegna ekki upp.

 

Auður Eva Ásberg

Pin It on Pinterest

Share This