Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

„Það er bæði fallegt og skelfilegt,“ sagði pabbinn Tan France sem lesendur kannast eflaust við úr þáttunum „Queer Eye.“

Amy, sem er grínisti og stjarna úr kvikmyndum á borð við „I Feel Pretty“ og „Snatched“ póstaði pistli um tilfinningar sínar á Instagram á dögunum. Birti hún mynd af sér og syni sínum Gene, sem hún á með eiginmanni sínum Chris Fischer.

„Að vera mamma er himnaríki á jörðu og það þýðir líka að þú hefur stanslausa sektartilfinningu og finnst þú vera varnarlaus,“ segir hún.

„Þér finnst þú bera hjartað utan á þér og þú ert of gömul til að drekka í burtu tilfinningarnar eins og þú gerðir áður, þegar þú varst ástfangin og hrædd. Sendið hjálp!!!“

Foreldrar kepptust við að deila þessum áhyggjum með henni. Leikkonan Kimberly Williams-Paisley skrifaði: „Besta og erfiðasta starfið. Hljómar eins og þú sért að gera eitthvað rétt!“ Leikkonan America Ferrera tók undir og skrifaði: „Amen.”

Shumer og Fischer eignuðust Gene í maímánuði 2019. Þau ætluðu að nefna drenginn Gene Attell Fischer eftir vini Amy, grínistanum Dave Attell. Þau skiptu fljótt um skoðun þegar þau áttuðu sig á að það hljómaði alveg eins og „genital fissure“ (í. kynfæra rauf/sprunga).

Fréttamiðlar og vinir þeirra héldu þetta væri hrekkur eða grín!

Amy sagði útvarpsmanninum Howard Stern um þetta augnablik þegar hún áttaði sig á mistökunum: „Þú ert bara ný mamma, frekar þreytt en himinlifandi. Og þá – ég veit ekki hvort eitthvað nettröll skrifaði það eða einhver annar – og ég fattaði það og bara „guð minn góður!“ sagði hún í þætti Howards, Sirius XMí apríl árið 2020.

„Ég – sem er auðvitað klúr manneskja – fattaði ekki neitt,“ sagði hún. „Blóðið þaut upp í hausinn á mér og ég bara: „Chris!“ Allt sem þú vilt er að vernda barnið þitt og ég bara gerði þetta út í bláinn…fyrstu mistökin af mörgum,“ sagði hún glettin.


 

Heimild: Huffington Post

 

 

Pin It on Pinterest