Gleðiskruddan: Hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir börn

Gleðiskruddan: Hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir börn

Gleðiskruddan: Hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir börn

Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum 6-15 ára sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Það er mikilvægt fyrir börn og ungmenni að hafa tækifæri til að efla sjálfsþekkingu sína sem hjálpar þeim um leið að takast á við verkefni og áskoranir daglegs lífs. Aðferðir innan jákvæðrar sálfræði geta stuðlað að persónulegum vexti og bjóða upp á möguleika fyrir einstaklinga að blómstra. Svokölluð jákvæð inngrip eða gleðiverkfæri hafa reynst áhrifarík í að viðhalda hamingju og öðrum jákvæðum tilfinningum ásamt því að minnka einkenni þunglyndis og kvíða.

Upphaflega var bókin lokaverkefni Maritar Davíðsdóttur og Yrju Kristinsdóttur úr diplómanámi í jákvæðri sálfræði á meistarastigi. Þær fengu svo góð viðbrögð frá foreldrum þar sem bókin bæði jók hamingju og vellíðan barnanna sem og samveru barns og foreldris. Þær fundu að það væri sannarlega þörf fyrir bók af þessu tagi og héldu því áfram að stækka bókina og fór hún frá því að vera hefti í að vera 176 blaðsíðna bók. Þær fengu til liðs við sig Helgu Valdísi Árnadóttur sem myndskreytti og Matthildi Lárusdóttur til að sjá um umbrotið. Bókina gáfu þær sjálfar út í júní 2021 og hafa viðtökurnar og salan farið fram úr þeirra björtustu vonum. Fyrsta upplag Gleðiskruddunnar seldist upp á skömmum tíma og eru þær komnar langt á leið með annað upplagið.

Yrja & Marit á góðri stundu

Yrja & Marit á góðri stundu

Dagbókin telur 100 daga þar sem jákvæða inngripið þrír góðir hlutir eru í forgrunni. Þar skráir barnið niður þrjá góða hluti sem áttu sér stað þann daginn. Dögunum er skipt upp í 21 þema; tilfinningar, styrkleika, hamingju, bjargráð við streitu og kvíða, gróskuhugarfar, trú á eigin getu, sjálfstal, sjálfsvinsemd, markmið, seiglu, svefn, hreyfingu, útiveru, núvitund, öndun, að njóta, flæði, þakklæti, góðvild, bjartsýni og von. Hvert og eitt þessara þema er útskýrt á einfaldan hátt til að auðvelt sé að nýta þau í daglegu lífi.

Á hverjum degi má einnig finna gleðimola eða gleðifræ dagsins sem tengist þemanu hverju sinni í formi hugleiðinga, tilvitnana, áskorana og æfinga.

Markmið Gleðskruddunnar er að efla sjálfsþekkingu, trú á eigin getu og þrautseigju, ásamt því að auka jákvæðar tilfinningar, bjartsýni og vellíðan.

Gleðiskruddan hefur vaxið ansi hratt á fáum mánuðum og bjóða Yrja og Marit einnig upp á námskeið fyrir börn og ungmenni, bæði helgarnámskeið og lengri námskeið. Einnig bjóða þær upp á örnámskeið fyrir grunnskólanemendur sem og fyrirlestra fyrir foreldra og þá sem vinna með börnum og ungmennum. Innan skamms verða sumarnámskeiðin hjá Gleðiskruddunni auglýst en þar er lögð áhersla á gleði og að hafa gaman og er blandað saman fræðslu og leik. Ef veður leyfir er einnig farið út í náttúruna.

Nánari upplýsingar um Gleðiskrudduna og tengda starfsemi er hægt að finna á glediskruddan.is.

Gleðiskruddan er einnig á Facebook og á Instagram:

 

Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

„Það er bæði fallegt og skelfilegt,“ sagði pabbinn Tan France sem lesendur kannast eflaust við úr þáttunum „Queer Eye.“

Amy, sem er grínisti og stjarna úr kvikmyndum á borð við „I Feel Pretty“ og „Snatched“ póstaði pistli um tilfinningar sínar á Instagram á dögunum. Birti hún mynd af sér og syni sínum Gene, sem hún á með eiginmanni sínum Chris Fischer.

„Að vera mamma er himnaríki á jörðu og það þýðir líka að þú hefur stanslausa sektartilfinningu og finnst þú vera varnarlaus,“ segir hún.

„Þér finnst þú bera hjartað utan á þér og þú ert of gömul til að drekka í burtu tilfinningarnar eins og þú gerðir áður, þegar þú varst ástfangin og hrædd. Sendið hjálp!!!“

Foreldrar kepptust við að deila þessum áhyggjum með henni. Leikkonan Kimberly Williams-Paisley skrifaði: „Besta og erfiðasta starfið. Hljómar eins og þú sért að gera eitthvað rétt!“ Leikkonan America Ferrera tók undir og skrifaði: „Amen.”

Shumer og Fischer eignuðust Gene í maímánuði 2019. Þau ætluðu að nefna drenginn Gene Attell Fischer eftir vini Amy, grínistanum Dave Attell. Þau skiptu fljótt um skoðun þegar þau áttuðu sig á að það hljómaði alveg eins og „genital fissure“ (í. kynfæra rauf/sprunga).

Fréttamiðlar og vinir þeirra héldu þetta væri hrekkur eða grín!

Amy sagði útvarpsmanninum Howard Stern um þetta augnablik þegar hún áttaði sig á mistökunum: „Þú ert bara ný mamma, frekar þreytt en himinlifandi. Og þá – ég veit ekki hvort eitthvað nettröll skrifaði það eða einhver annar – og ég fattaði það og bara „guð minn góður!“ sagði hún í þætti Howards, Sirius XMí apríl árið 2020.

„Ég – sem er auðvitað klúr manneskja – fattaði ekki neitt,“ sagði hún. „Blóðið þaut upp í hausinn á mér og ég bara: „Chris!“ Allt sem þú vilt er að vernda barnið þitt og ég bara gerði þetta út í bláinn…fyrstu mistökin af mörgum,“ sagði hún glettin.


 

Heimild: Huffington Post

 

 

Að þróa skilningarvit barnsins í gegnum leik

Að þróa skilningarvit barnsins í gegnum leik

Að þróa skilningarvit barnsins í gegnum leik

Leiktími býður upp á frábær tækifæri til að hvetja þróun skilningarvita barnsins, s.s. með lykt, snertingu, heyrn, sjón og bragði. Þú getur jafnvel hjálpað barninu að nota þessi skilningarvit til að auka andlega og líkamlega heilsu þess.

Hversu oft ætti ég að hafa leiktíma með barninu mínu?

Ekki hafa áhyggjur af því að skipuleggja leiktíma með barninu á hverjum degi. Ef barnið sýnist rólegt og þú nærð augnsambandi við það, það hreyfir fætur og hendur og gefur frá sér hljóð er það mjög líklega tilbúið til að leika!

Þetta gerist oftar þegar barnið er satt og búið að hvíla sig. Með tímanum lærirðu að lesa í merkin sem barnið gefur frá sér en ekki hafa áhyggjur þó það gerist ekki strax, þið eruð enn að læra á hvort annað.

Hvaða leikir og athafnir geta aukið þroska barnsins míns?

Sjón

Þrátt fyrir að sjón nýburans sé óskýr umfram 30 cm eða svo getur barnið farið að læra á útlínur andlits þíns. Leyfðu barninu að velta andlitinu þínu fyrir sér í leiktíma. Að horfaáandlitssvipi þína og hvernig þeir breytast spilar stórt hlutverk í þróun félagsfærni barnsins. Milli tveggja og fjögurra mánaða fer barnið að mynda augnsamband við þig. Viðbrögð þín við litlu merkjunum sem barnið gefur frá sér lætur það auka skynjun þess á sjálfu sér og hjálpar ykkur tveimur að mynda tengsl.

Annað sem gerist á þessum fyrstu mánuðum er að höfuð og augnhreyfingar fara að vera í takt. Þetta ýtir undir að barnið sér hluti á hreyfingu og skilur hvernig þeir tengjast öðrum hlutum í kringum þá. Þú getur hjálpað barninu að þróa þennan hæfileika með því að færa leikfang hægt framhjá sjónsviði þess og hvetja það til að fylgjast með.

Leikir – nýfædd börn til þriggja mánaða

Snerting

Frá um fimm mánaða aldri getur barnið farið að teygja sig í hluti. Þú getur hvatt líkamlegan þroska þess með því að setja leikfang þar sem barnið sér það en getur ekki alveg náð því. Sjáðu hvernig það teygir sig, rúllar og mjakar sér í áttina að því. Að hengja hringlu eða álíka þar sem barnið getur sparkað í það kennir því einnig orsök og afleiðingu.

Heyrn

Þegar þú talar við barnið þitt, gefðu því tækifæri á að „svara“ svo sem með brosi, hlátri eða hljóðum. Þegar barnið svarar, svaraðu aftur. Þetta sýnir áhuga á því sem barnið „segir“ og hvetur málþroskann og skilning.

Að babla og hlæja með barninu er einnig gott fyrir þig. Þessi samskipti auka oxýtósínframleiðslu og býr til enn nánana samband milli barns og foreldris.

Hversu mikinn tíma á ég að taka í að einbeita mér að barninu?

Barnið getur ekki veitt einhverju einu athygli í einu eins og eldra barn eða fullorðinn. Barnið getur fljótt orðið þreytt á mikilli örvun. Lærðu að lesa í táknin sem segja að barnið sé orðið þreytt:

  • Nuddar augun
  • Lítur í aðra átt
  • Óróleiki, grátur
  • Reisir bakið
  • Lokar augunum eða sofnar

Þegar þú telur að barnið hafi fengið nóg skaltu gefa því pásu og taka leikföngin í burtu og taktu það í fangið eða syngdu fyrir það. Ef það virðist þreytt, settu það í rúmið

Ætti ég að fara á mömmu- eða barnahittinga?

Þú ert fyrsti leikfélagi barnsins þíns og það gefur því heilmikla örvun fyrstu mánuðina. Allt sem þið gerið saman – knúsist, grettið ykkur, talið, syngið, lesa sögur og skoðið ýmis leikföng og hluti – allt þetta veitir barninu þínu mikla örvun.

Eftir því sem barnið eldist gætirðu íhugað að fara þar sem þið hittið önnur börn. Þrátt fyrir að börn fari í raun ekki að leika við önnur börn fyrr en um eins og hálfs árs aldurinn getur slíkt samt haft sína kosti.

Ein rannsókn skoðaði sex mánaða börn sem fóru í tónlistartíma einu sinni í viku sem snerist um söngva og að leika á hljóðfæri. Þessi börn höfðu betri skilning á tónlist og þróuðu snemma með sér samskiptahæfileika, miðað við samanburðarhópinn, en þau börn hlustuðu einungis á tónlist á meðan þau léku sér með leikföng.

Að hittast með börnin getur verið frábær leið að hitta aðra foreldra og að finna framtíðarleikfélaga fyrir barnið þitt. Það er líka frábært að komast út úr húsi og skipta um umhverfi. Ef þú ert glaðari og hressari, ertu líka betri félagsskapur fyrir barnið þitt!

Heimild: Babycenter.com 

Sjö hlutir sem unglingar vildu óska þeir gætu sagt við foreldra sína: Myndband

Sjö hlutir sem unglingar vildu óska þeir gætu sagt við foreldra sína: Myndband

Sjö hlutir sem unglingar vildu óska þeir gætu sagt við foreldra sína: Myndband

Það er alls ekki auðvelt að vera unglingur…að breytast úr barni í fullorðinn einstakling og það erfiðasta er kannski samskiptin við foreldrana. Unglingar halda oft að foreldrarnir skilji þá ekki, en gleyma stundum að foreldrarnir voru líka unglingar einu sinni! (og flestum finnst það ekki einu sinni langt síðan)

Hér eru sjö atriði sem unglingar vildu óska þeir gætu rætt við foreldra sína um:

 

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Þórunn Eva G. Pálsdóttir fékk titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021, hún er gift Kjartani Ágúst Valssyni og saman eiga þau tvo syni Jón Sverrir og Erik Val. Hún er menntaður sjúkraliði og í lokaverkefninu sínu árið 2019 varð Mía Magic til. Kennarinn hennar hvatti hana til þess að taka þessa hugmynd skrefinu lengra og síðan hefur Mía þróast. Þórunn hefur gefið út bók um Míu og næst á dagskrá er að hefja sölu á fallegum Míu bangsa sem unninn er út frá teikningu Bergrún Íris Sævarsdóttir myndlistamans. 

Viltu segja okkur í stuttu máli hugmyndina á bak við Mía Magic, fyrir hvað það stendur og af hverju kviknaði sú hugmynd? 

Hugmyndin á bakvið Mia Magic hefur verið mér ofarlega í huga í mörg mörg ár þannig séð. Þó ég hafi kannski ekki endilega verið með skýra mynd af Mia Magic eins og það er í dag, þá hefur mig alltaf langað til að gera eitthvað hvað sem viðkemur langveikum börn og foreldrum þeirra. 

Þegar ég skrifaði lokaverkefnið mitt í sjúkraliðanáminu vorið 2019 varð Mía til. Lokaverkefnið fékk hæstu einkunn og hvatti Ágústa kennarinn minn mig til að láta verða að því að gefa út bókina MÍA FÆR LYFJABRUNN. Það er mikil þörf fyrir bættari fræðslu í samfélaginu okkar almennt séð og er hún alls ekki minna notuð innan veggja spítalans, fyrir litla fólkið okkar þar. 

Bergrún Íris Sævarsdóttir hjálpaði mér að láta Míu fæðast fyrir lokaverkefnið mitt og síðar teiknaði hún bókina Mía fær lyfjabrunn. Þetta er svona byrjunin á þessu ævintýri. Næst voru það Míuboxin sem fæddust óvænt þann 16. október 2020, nokkrum mánuðum eftir að bókin kom út. Ég fékk þá mjög mikla löngun til þess að færa Söru Natalíu, sem er ung skvísa sem var búin að vera berjast við krabbamein, smá pakka uppá spítala og úr varð fyrsta Míuboxið. Síðan þá höfum við gefið Míubox í hverjum einasta mánuði, bæði til foreldra og barna.

Næst voru það Míuverðlaunin, ég hafði haft þá hugmynd í maganum lengi og þegar ég viðraði hana við Fríðu Björk vinkonu mína í gönguferð þann 4. febrúar 2021 sagði hún bara strax já, gerum þetta. 

Fyrstu verðlaunin  voru síðan veitt í apríl 2021 og þau næstu í október 2021, þriðju verðlaunin fara svo fram í september 2022 og erum við á fullu að undirbúa þau nú þegar. Draumurinn með þessum verðlaunum var í raun og veru bara svo við foreldrar og börn sem sækjum mikið þjónustu í heilbrigðiskerfinu getum þakkað því heilbrigðisstarfsfólki fyrir sem kemur að umönnun og þjónustu barnanna okkar á einn eða annan hátt. 

Mig langaði líka til að gera allt jákvæðara í kringum þennan starfsvettvang því þetta er mjög krefjandi starf. Við erum oft á tíðum ekki í andlegu jafnvægi þegar börnin okkar þurfa á þessum fagaðilum að halda og því kannski ekki beint að þakka þeim fyrir aðstoðina. Við hinsvegar munum eftir þeim sem eru hvað best við okkur á erfiðum tímum og halda utan um okkur þegar enginn annar gerir það. Sama á við með börnin okkar.

Hvað er það mikilvægast við Mía Magic verkefnið?

Fyrir mitt leiti er það held ég að við mismunum engum það eru allir jafnir og það vantar svolítið hérna á íslandi að sameina krafta okkar og gera hlutina saman. Það gerir enginn stórkostlega hluti einn. Það þarf samvinnu til að hlutirnir virki og við gætum aldrei haldið Mia Magic gangandi nema fyrir allt það dásamlega fólk sem hjálpar mér og Fríðu alla daga. Það að einstaklingar og fyrirtæki taki svona vel í að hjálpa okkur að gleðja foreldra og börn á svona krefjandi tímum í lífi þeirra er það allra dýrmætast sem til er. Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel. Ekki reyna að vera önnur/annar en þú ert. 

Nú eruð þið að fara að selja Míu bangsa, viltu segja okkur frá því skemmtilega verkefni? 

Já það er svo gaman, við fengum styrk hjá Velferðarsjóði Barna fyrir framleiðslu bangsanna. Ég ákvað það um leið og ég sá Míu í fyrsta sinn eftir að Bergrún teiknaði hana að hún yrði einn daginn að bangsa. Nú er það loks að verða að veruleika og er hægt að tryggja sér eintak inná vefversluninni hulan.is í forsölu. Þetta ferli er búið að taka heilt ár. Dimm verslun ætlar að hafa Míu bangsana í verslun sinni en þar hefur bókin okkar átt heimili síðan hún kom út. Það eru allar bækur fríar hjá Mia Magic því fræðsla á ekki að kosta. Bangsarnir koma núna 16.febrúar 2022. 

Hvað er framundan hjá Míu Magic? 

Framundan er hringferð með Míubox þegar aðeins fer að vora, við erum að undirbúa það á fullu en við fengum t.d í fyrra lánaðan bíl frá Öskju og N1 hjálpaði okkur með bensín. Þakklætið til þeirra er gríðarlega mikið því við erum jú bara að byrja og eru aðilar eins og Askja og N1 okkur ofsalega dýrmæt því við viljum halda þessu perósnulegu og færa börnum og foreldrum Míuboxin sín í eigin persónu. Við getum það ekki nema með hjálp. 

Það er bók á leiðinni á þessu ári. Bergrún er að lesa yfir hana í þessum skrifuðu orðum og að teikna smá fyrir mig svo ég geti farið að sýna ykkur og safnað styrkjum svo við getum drifið hana í framleiðslu og í hendurnar á litla fólkinu okkar. 

Það er margt á döfinni hjá okkur. Sumt sem við getum ekki alveg sagt frá strax en núna á næstu vikum segjum við frá hverjir ætla að kynna næstu Míuverðlaun og afhenda þau. Það er alltaf rosa skemmtilegt að deila því! Hæfileikaríka Iistakonan Inga Elín hannar fyrir okkur næstu Míuverðlaun og er það algjörlega tryllt staðreynd. Svo stolt af því að hafa hana með okkur.

Takk fyrir spjallið elsku Þórunn Eva, gangi ykkur allt í haginn með Míu Magic.

Sjö merki þess að þú ert í sambandi sem er ekki rétt fyrir þig: Myndband

Sjö merki þess að þú ert í sambandi sem er ekki rétt fyrir þig: Myndband

Sjö merki þess að þú ert í sambandi sem er ekki rétt fyrir þig: Myndband

Ást, sálufélagi, þrá – margir leita lengi eftir hinum eina rétta eða hinni einu réttu. Hvað gerist þegar við finnum svo einhvern? Hvernig vitum við að sú manneskja er rétt til að deila lífinu með?

Hér eru góð ráð til að sjá hvort sambandið er rétt fyrir þig. Þó þið passið saman er ekkert öruggt í þessum heimi, langlífi sambanda hefur verið sannað í rannsóknum að byggist á gæðum og ánægju í samböndum. Því samrýmdari sem þið eruð, því líklegra er að þú viljir endast í því sambandi.

 

Pin It on Pinterest